Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sweet Potato....

Góðann daginn hér......

Ég vill endilega deila með ykkur nýja uppáhaldinu mínu sem er Kartöflustappa úr rófum og sætum kartöflum, krydduð með engifer........ummm......Ég var að enda við að búa mér til svona og ég er í skýjunum.....

Svona gerið þið:

Skerið niður rófur og sætar kartöflur sirka sama magn, ( ég nenni ekki að mæla tek bara hálfa rófu og hálfa kartöflu ) og skræli , sker í litla bita og sýð í léttsöltuðu vatni í svona sirka 15 mín , bara að stinga í bita til að athuga hvort að sé tilbúið......stappa svo saman og nota smá soð með og sirka eina sléttfulla teskeið af engifer......ummmm........geggjað gott......geggjað gott daginn eftir líka.....meira að segja köld......og ROSALEGA HOLL......vá hvað ég skrifaði oft sirka.....einíveis...

Voru ekki allir byrjaðir að sakna uppskriftanna minna....allavega Magga mín , það er á hreinu.....

Ragga segir Sweet potato og verði ykkur að góðu........Shocking


This is my life.....

Í dag er konudagur og mamma mín á afmæli og Henrik hennar Hildu á líka afmæli og Dóra átti afmæli í gær.....Til hamingju allir .......

Á föstudagskvöld komu Dagga og Josh til okkar og við horfðum á bandið hans Bubba og myndina Heartbreak kid sem ég mæli alveg með. Við enduðum svo kvöldið á því að skella okkur í pottinn.....semsagt endalaus kósýheit í góðum félagsskap......svona 3.66 metrar af félagsskap.....hehe

Í gærkvöldi komu Gummi, Hanna og tengdó í mat og horfðum við svo á Evróvision a la Islande.......Vá hvað ég er endalaust fegin að Hó hó hó vitleysan komst ekki áfram.....þetta var svo illa sungið hjá stelpugreyinu.....allveg komst lagið áfram sem mér fannst  flott , this is my life með Eurobandinu......

Eníhú þá er konudagur í dag og ég er kona þannig að ég ætla að slaka á í dag........

Ragga segir: Konur hafið það sem allra best í dag.........


Happy birthday to me......

Í gær áttum við kallinn 13 ára sambandsafmæli.....Ég fékk að sjálfsögðu blóm og dekur...og ég eldaði góðann mat handa okkur.....Ég ætla að vona að Viktor verði jafn tilitssamur við mig í ellinni og þessi eiginmaður sem þetta ritaði :

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona. Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína – hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.

Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að
elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í “Heiðursmannagrillinu” í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.
Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að
gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.

Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast – lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.

Kveðja,
Jón Jónsson

Þessi blessaði maður lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.

Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að
gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.......Blessuð sé minning hans 

Ragga segir happy birthday to me og endilega haldið áfram að vera dugleg að kommenta, því það gleður hjarta gamallar konu.....Wink 


grumpy old woman....

Jæaj þá er enn ein helgin runnin sitt skeið.....

Á Friday night þá kíkti ég til Möggu,  Dagga og Joshua komu og við spiluðum Friends spilið frameftir kvöldi....þetta var heljarinnar bardagi þar sem ég var í forystu mest allt spilið en Magga náði að kreista fram sigur á lokasprettinum.....Eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég sko ekki vitund tapsár...hósthóst.....og tók ég  ósigrinum með þokka og reisn sem hæfa drottingum.....

Laugardagskvöldið var tekið með kósýheitum og var humar á borðum og síðan var farið í pottinn.......

Ok annað mál....eins og allir vita þá er ég bara 20 og tíu ára og lít bara ekki út fyrir að vera deginum eldri en það.....Ég var stödd í verslun í RVK síðustu helgi og komu til min dömur ekki mikið en 5-6 árum yngri en ég sjálf( ég þekki nú dömurnar )......Hvað haldið þið að þær hafið beðið mig um......án alls gríns þá spurðu þær mig hvort þær mættu leiða mig yfir götuna því þær áttu að ......haldið ykkur nú fast....leiða GAMLA konu yfir götu......shit það er eins gott að Dagga, Magga og Hilda voru ekki með mér því þær eru allar eldri en ég....ætli þær hefðu ekki verið beðnar um að leika múmíur....Grin

Þessi ungdómur nú til dags...hehe.....that didnt sound old , did it......

Jæja Ragga Grumpy old woman segir......gangið hægt um gleðinnar dyr.....


My funny little valentine......

Jæja nú er dagur elskenda runnin upp á nýju ári.....Heart

Ég er nú búin að sjá það að eldri sonur minn verður hinn fullkomni tengdasonur....sú verður heppin konan hans....Hann er svo sætur í sér þessi elska......hann kemur oft með kaffi í rúmið til mín og stundum á kvöldin þegar vicks er á sjónum þá setur hann á disk handa mér ýmislegt góðgæti....í janúar kom hann með jarðaber og after eight og kaffibolla, undarennu og appelsínusafa (allt uppáhaldsdrykkirnir mínir )og svo vorum við í Rvk í síðustu viku þá keypti hann handa mér ilmkerti og skartgripaskrín fyrir sinn pening......hann er svo mikil dúlla......

Fyrir utan það að vera svona tillitsamur þá finnst honum gaman að ryksuga. Þar stoppar það ekki ó nei....Hann er líka einn sá allra heppnasti lukkugrís sem ég þekki.....hann fer mjög oft í bingó og hann vinnur alltaf svona 2-3...þetta er ótrúlegt.........hann vinnur sér oftast páskaegg fyrir páskana líka......hann vann 2 vinninga í gærkvöldi, Íþróttatösku fulla af kremum handa mérGrinog inneignarnótu í skaffó.....

Ég er líka heppin að eiga strákana mína.......

nýjar myndir á barnalandi......

Ragga segir ég er rosalega væmin í dag....kossar og slefhaugar til allra sem skoða bloggið mitt...Kissing


When im 68.....

Ég ætla sko að verða svona flott þegar ég verð næstum 70 ára .....vá.....

 


lalala......

Það fer alveg að koma blogg......Wink

Ég var í höfuðborginni í fimm daga og núna er ég upptekin við að læra.....


Helgin er komin....

Ég elska helgar, þá getur maður kúrt frameftir og slakað á...þá eru líka ekki leiðinlegu vinir mínir að vinna...hehe....ekki taka þessu persónulega mér leiðist bara þegar að þið eruð í vinnunni.....þá eru þið sko leiðinleg en EKKI ég......týpískt ljón sko.....en allavega þá er stefnan tekin á djamm annað kvöld....ég vona að Hilda komist hingað.....útlitið svona veðurfræðilega séð er ekkert rosalega gott eins og er........

omg ég er að vinna svo leiðinlegt verkefni að orðið leiðinlegt hefur öðlast alveg nýja merkingu....haldið ykkur nú fast....ég er að skrifa ritgerð um Hvers vegna póststrúkúralistar líta á sannleika sem pólitískt fyrirbæri í uppeldisfræðum og þetta leidís and gjents er LEIÐINLEGT.....shit....þannig að mig er farið að hlakka ansi mikið til þess að kíkja út og hugsa um eitthvað venjulegt og ekkert í líkingu við þetta helv....rugl.......Enivéis.....

Góða helgi gott fólk.....

Ragga OUT......

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband