Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

....Mótmæli....

Ég blogga ekert fyrr en að ég fæ einhver viðbrögð við blogginu að neðan

það kíkja tugi manns inn á síðuna og ég vil fá komment....

 

Ragga í frekju kasti


...smá dútl fyrir ykkur

1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?


Jólalögin....

http://party.eyjar.is/jolastjarnan

net útvarp með jólalögum

það þarf bara að velja til hægri

annan hvorn spilarann winamp eða windows media player

 

verði ykkur að góðu


Það fossar blóð....

Jæja gott fólk

Ég er búin að vera að vinna á kvöldin núna.

Þegar ég kom að sækja strákana í pössun á miðvikud. til ma og pa þá segir

Viktor F: Ísak týndur og sýnir mér hvar hann er....þá trompaðist Ísak og sagði: mamma þú áttir að finna mig

Ég: Svona nú, Hann skilur þetta ekki...

Í:Jú ég var búinn að útskýra þetta fyrir honum

Ég: Hann skilur þetta samt ekki , hann er svo lítill...

Í: Jú hann skilur þetta alveg , ég útskýrði þetta sko fyrir honum á barnamáli...ha ha...

ÍSAK VAKNAÐI Í MORGUN MEÐ ÞVÍLÍKU BLÓÐNASIRNAR....Ég er að  tala um foss..það var blóð út um allt...þetta er að gerast ansi oft hjá honum...hann fær blóðnasir nánast daglega....

 Hann er búinn að missa framtönn upp þvílíkt fyndið hvað svipurinn breytist þegar tennurnar í efri góm fara að týna tölu...maður sá engan mun niðri....IMG_1005

 

Í kvöld gistir Gunnar B hér og ísak Gistir hjá vini sínum....

Ég hljóp í 70 mín í gær og 55 í fyrradag...

 

Lag dagsins :Bubbi, Frelsarans slóð

( Það fossar blóð í frelsarans slóð )

bless.......




Daginn í dag.....Daginn í dag...lala la la la.....

IMG_0973Í gær hljóp ég í 70 mín og fór 8 km. og sló þar með fyrra metið mitt.

Í dag hljóp ég í 53 mín og gerði 15 mín styrktaræfingar, magi, rass og læri....

Ég er farin að halda að ég eigi ekkert að skila ritgerðinni góðu sem er núna by the way orðin 33 síður... því að prentarinn minn var ekkert að virka við fartölvuna,   svo að ég samdi við Dóru að fá að prenta hjá henni, jú það var ekki málið, síðan e-mailaði ég henni allt heila draslið en viti menn hún fékk ekki póstinn, svo sendi ég aftur og hún fékk póstinn í það skiptið, þegar ég ætlaði svo að prenta var blekið búið hjá henni....ókei, sagan endar ekki þarna....nema ég kem heim staðráðin í að láta helv...prentarann virka við fartölvuna og tekst það að lokum....og hvað haldið þið...svarta blekið hjá mér búið.... omg...

Dóra bauð okkur í súpu áðan og komum við heim um 8 leytið

takk fyrir okkur Dóra

Á morgun byrjar vinnutörn hjá mér í 7 daga...

 

jæja látum það gott heita


Helgin....

Í gær fórum við í afmæli til Ísabellu frænku, hún var 1 árs í gær....

hún er algjör dúlla, og er byrjuð að labba....

eftir veisluna fórum við´í mat til ma og pa og þar horfðum

við á ísöldina 2....

við erum búin að hafa það gott og erum búin að spila og fíflast mikið alla helgina

það eru nýjar myndir inn á barnalandi...

Það er ískalt úti.....IMG_0994                                                          

hafið það gott....

blesssssss.....................

 


Mont...

í morgun þá sló ég mitt persónulega met á hlaupabrautinni "góðu" 

og fór 7.8 km á 73 mín.       

.........þurfti bara að segja frá þessu

kiss kiss  

Ragga


Ragga er mætt á svæðið....

jæja

Ég var búin að skrifa þetta líka fína blogg um daginn en þá datt það út og ég fór í fýlu við síðuna mína og hef ekkert nennt að blogga....

Ég fór á fund til kennara Ísaks og hann er svo duglegur að hann fékk lestrarbók sem er ekki inn á heimalærdómsplaninu, svo áðan bað hann mig um að lesa með sér og snillinn bara kláraði bókina....IMG_0639                                                                              litli proffinn minn......

                                                                    

 

Svo hljóp ég í klukkutíma í morgun og lærði í fjóra helv... tíma

og ég er búin með 28 síður af 30 í ritgerðinni góðu ( sjá fyrra blogg )þannig að ég segi allir að klappa fyrir mér...

og já, það er kalt úti, ekki gleyma því að klæða sig vel....

Bless í bili
Ragga segir.....BLESS.........

Komin í viku frí

Jæja þá er 7 daga vinnutörnin mín búin og við tekur 7 daga frí....im loving it....ég hef ekki mikið að segja frá....Ég er með kvef og viðbjóðslegan varaþurrk ég lít út fyrir að vera með eldrauðan varalit...  jakkk.......

og það er skuggalega stutt til jóla

 Ragga hefur nóg að gera

 

 


meinilla farin og búin að vera....

Ég ætti kannski að skrifa um eitthvað alvarlegt eins og pólitík, hungursneyð eða eitthvað álíka merkilegt en ég ætla ekki að gera það. 

 Í staðinn ætla ég að vorkenna sjálfri mér aðeins.

Í skólanum eigum við að gera verkefni sem gildir aðeins 20 % af lokaeinkum og æskileg lengd er aðeins og já haldið ykkur nú fast aðeins 30 -50 síður.....þetta er by the way eins og maður segir nú á góðri íslensku, bara ritgerð...þetta er nú bara eins og lokaritgerð í flestu námi....ofan á þetta eru 4 ritgerðir í öðru fagi og 3 önnur verkefni í þessi fagi sem gilda bara 8% og svo til þess að toppa þetta allt saman er próf í desember og það er meðal annars um landsmótun, bergtegundir, myndun stöðuvatna og allar helstu dýrategundir , líka Fuglar hér á landi ÆL......Það er nú eins gott að fólk sem hugsar um börn landans sé nú hámenntað....

 úfff þannig að Raggan hefur meira en lítið að gera núna þar sem eiginmaðurinn er langt úti á hafsauga núna.  Þannig að ég segi allir að vorkenna mér....nei nei þetta er allt í lagi... 

 en annars er ég í fríi bæði jól og áramót í vinnunni......júhú....

Ragga segir Bless.......


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband