Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Sól , sól skín á mig....

Jæja það voru allavega 4 sem vorkenndu mér....

Hrefna vinkona er 30 ára í dag og vil ég senda henni samúðarkveðjur..., Magga er líka orðin 30 ára OMG hvað ég á orðið gamla vini....ég er að sjálfsögðu bara enn 29 ára og nýt þess í botn...

svo eru bara 4 dagar í bumbukrílið hennar Dóru minnar....spennó.....

Veðurguðirnir eru bara í yndælisskapi þessa dagana og baða mann í sól allan daginn....

Ég er komin í 7 daga frí í vinnunni og ætla mér að liggja úti á palli og sleikja svoleiðis sólina....

Ragga segir bless í bili.....

 


Sick and tired....

Í dag ligg ég heima í volæði og almennri eymd. Ég er sem sagt mjög slöpp. Er með hausverk dauðans og magaverki í stíl. Hálsinn er stíflaður af einhverju ógeði sem ég reyni að kingja annað slagið, frekar svona geðslegt.

Ég er mjög slöpp, ekki veik.   Það er stigsmunur þar á.  Í fyrradag var ég veik , þá lá ég í rúminu allan daginn og gat ekkert borðað og ég svaf til kl. 20.

Ragga segir hóst hóst...

allir sem vorkenna mér skulu sko gera svo vel og kvitta.....


Afmælið...

IMG_0326   Drekakakan.....

IMG_0335 Krakkarnir í afmælinu....

Veislan var mjög skemmtileg og veðrið var gott....

Takk fyrir allir....

set inn fleiri myndir á barnaland......


Hann á afmæli í dag....

Litli snúðurinn minn hann Viktor Franklín er 3 ára í dag.....

IMG_0145Það verður veisla í leikskólanum  og líka heima í dag....

Mín bakaði nú heldur betur drekaköku handa barninu og set ég mynd af henni seinna af því að ég er ekki stödd heima hjá mér, ég er að passa prinsessurnar hennar Möggu....

 

Ragga segir bless..... 


Pósturinn Páll.....

Góðann daginn gott fólk

í fyrradag fékk ég tækifæri til að skyggnast inn í heim póstburðarfólks

Magga nefnilega hringdi í mig og bauð mér í smá Work out, hmm jú jú segi ég í algjörri óvissu um hvað beið mín.  Þetta "Work out" var fólgið í því að hlaupa milli húsa með níðþunga tösku á annarri öxlinni.  Jú ég fékk heilmikið Work óut út úr þessu og fannst þetta bara gaman...en people common merkið póstkassana ykkar...ég fór í blokkirnar og stóð svo bara eins og asni og starði á póstkassana og það sem átti að taka jafnlangan tíma hjá mér og Möggu, fór þannig að hún var búin þegar að ég var hálfnuð....

Í þessum skrifuðu orðum var ég að fá 2 boðskort brúðkaup...ohhh ég elska brúðkaup....

Það sem er helst í fréttum er það að Viktor er kominn heim....Ó JESSS......

8 dagar í að Lillinn verði 3 ára og 9 dagar í 5 ára brúðkaupsafmæli okkar skötuhjúa....

Þið megið búast við boðskorti í afmælið mitt á næstunni.....

Pósturinn Páll....OUT..... Bye-bye 

 

 








Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband