Þetta er algjört nammi namm.....

Fór til mömmu áðan og smakkaði þetta líka geggjaða döðlu-banana brauð og ekki sakar að það er meinhollt...krökkunum fannst það líka æði...best með smjöri og osti

ENGINN SYKUR....samt sætt á bragðið....

Döðlu - bananabrauð

Hráefni:
200 gr. Döðlur
2,5 dl. Heitt vatn
2 stk. Stappaðir bananar
1 tsk. Vínsteinslyftiduft eðat bara lyftiduf
1 tsk. Matarsóti
1/2 tsk. Sjávarsalt
150 gr. Spelt, ( mamma notaði heilhveiti )
150 gr. Sigtað spelt
2 stk. Egg
2 matsk. Olía
1 tsk. Vanilludropar

Aðferð:  Döðlurnar britjaðar og settar í pott ásamt vatninu og suðan látin koma upp, kælt aðeins. Þurrefnunum blandað saman, eggjunum og vökvanum hellt út í og hrært saman. Sett í aflangt form og bakað í 40 mín við 200°.

Bon apetit.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

THAT´S IT.....

Nú bara verð ég að baka og það í einum kvelli!!!!

Þú og þínar uppskriftir koma bara öllu í uppnám hjá mér  

Slefhlussa á þig...Magga V. 

Magga V. (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Linda litla

Með þessu aframhaldi fitna lesendur siðunnar þinar bara af þvi einu að lesa bloggið þitt.

Verður þetta brauð lika i boði þegar eg kem norður ?? he he he

Linda litla, 22.1.2008 kl. 22:48

3 identicon

Láttu mig vita þegar Linda kemur í kaffi...ég nebblega kann að lesa milli línanna og mér skilst að það eigi að baka allt sem fer hér inn fyrir hana Lindu.....Ég neita að vera skilin útundan á því hlaðborði Linda drífðu þig norður...ég er komin með skjálfta af því að fá ekki að smakka þetta allt

Knús í klessu, kona.....Magga V

magga v (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Hvernig væri nú að þið mynduð baka og bjóða mér ???

svo fitnið þið ekkert af þessum hollu uppskriftum mínum.....múhahaha.....

( blikk ,blikk ...ég er bara að reyna að fita vini mína .....þá get ég hætt að æfa...)

Ekki segja neinum

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband