Paris.....

Jæja

þá er maður komin heim aftur og búin að ganga frá mestu....

Ok parís var frábær í alla staði

Þeir sem segja að ekki sé hægt að versla í París eru bara skrítnir

það er sko víst hægt að versla þarna og gerðum við mikið af því.....eiginlega heilan helling, töskurnar okkar voru báðar nokkur kg í yfirvigt...en við sluppum við að borga sekt....

Þetta var VOÐALEGA SKRÍTIN REYNSLA að vera þarna því að hvert sem við fórum voru svoleiðis karlmennirnir á eftir okkur og það var glápt á okkur og blístrað þó að við værum bara að labba eftir götunni í gallabuxum og bol....meira að segja þegar við vorum ógeðslega þunnar og með ljótuna í hæðsta þá fengum við samt rosalega athygli.....Þjónar að bjóða okkur  frítt að borða og svona....

Allt í lagi þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvað athygli við fengum þegar við klæddum okkur upp og IMG_0058mmfórum út á lífið....

Við þurftum aldrei að bíða í röð á barnum, þó að það væri kannski 3 föld röð, því barþjónarnir sögðu fólki að færa sig fyrir okkur....bara skrítið, svo kepptust þeir við að fá að afgreiða okkur....

Við byrjuðum á Búdda bar, sem er geðveikur staður sem lítur út eins og hof

á einum klúbbnum var biðröð niður alla götuna og svo var röð fyrir þá sem voru á lista....það var sko kallað á okkur og spurt hvort við værum á listanum,við sögðum nei þá sagði kallinn sem réði í hurðinni að við færum samt inn.....

Inni í einum klúbbnum sem ég mæli með hann heitir CAB, þá var VIP klúbbur inni í klúbbnum og okkur var boðið þangað þar var allt flæðandi í víni, allt frítt....

þar inni voru einhverjir tennis spilarar sem voru að keppa á France open og við vorum að kjafta við þá ,voðalega hressir strákar

og fyrir utan alla athyglina þá héldu allir að við værum 20-22 ára

 semsagt þetta var eins og að lifa sem fræg manneskja í viku, ekkert smá Ego búst....

svona var öll ferðin og maður þarf að fara að venjast því að vera komin til Íslands og fá enga athygli

þegar maður labbar eftir götunni.....

Ekki veit ég hvað þeir sáu svona merkilegt við okkur, en gaman var þetta

Við sáum Eiffel turninn og Sigurbogann, Louvre safnið, Móna Lisa er æðisleg, Notre Dame kirkjuna og fleira......

Ragga kveður alveg í skýjunum með ferðina.....IMG_0029

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil sko vel af hverju karlmennirnir blístruðu og görguðu á ykkur...ég bl+istraði og ýlfraði eins og slefandi Dingó hundur þegar ég sá myndina af ykkur...engar smá skutlur

margrét viðarsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Takk elskan mín

Enda er sjálfstraustið hjá mér búið að aukast um 100%

og mér líður eins og ég sé 10 árum yngri......

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:09

3 identicon

Ég var spurð að því á laugardagskvöldið hvort ég væri ólétt og það dró sjálfstraustið alveg niður í 0%....þannig að ég held að ég verði að fara til París, og það verður uppáskrifað frá lækni

magga v (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Já við verðum bara að fara saman þangað

 þeir myndu sko ýlfra á eftir þér......

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:44

5 identicon

já enda rosa skvísur á ferð í París,en takk fyrir gjafirnar til mín og Gunnars Björns

systir Sara (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Dóra Maggý

velkomin heim og nú tekur við ískaldur veruleikinn aftur  og nánast enginn athygli hér (miða við París hehehe... ) en þið eruð rosa skutlur á myndinni allavega,gott að þið skemmtuð ykkur vel,ég er að spá í að flytja bara til Parísar og fá sjálfstraustið í lag  aftur....  ok,kannski eftir eitt ár eða svo hehehe.... en við heyrumst og við verðum að fara að hittast,knússss.....

Dóra Maggý, 7.6.2007 kl. 20:31

7 identicon

Jæja Miss París.is ......farðu nú að blogga

Ég skora á þig að blogga um líf sjómannskonunnar í hnotskurn

Kossar og knús....M.V. 

magga v (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband