when i get older...
25.4.2007 | 14:19
Þú ert orðin fullorðin/n ef Þú
gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.
Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
Þú fylgist með veðurfregnum.
Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum.
Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.
Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt.
Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum.
Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því að "það er svo hressandi"
Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka.
Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma.
Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur kemur í staðinn fyrir "Ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið"
90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.
Maður verðu semsagt að viðurkenna það að maður sé fullorðinn núna....
Athugasemdir
OMG...þetta er svooo SATT Það passaði held ég allt við mig.....nema eitt, þetta með tölvuna!!! Ég er soddan unglingur í mér í þeim efnum
KOSSAROGKNÚSÍKLESSUMÚSINMÍN...........Magga V.
Magga V (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:19
hæ hæ skvís , loksins kíkti ég á þig á blogginu ég er loksins búin að blogga
síjú
Þórunn (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:58
Hæhæ, mikið rosalega reyndi maður að finna e-ð sem ekki passaði við mann.....
Kveðja frá Firðinum
Íris (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.