Take me down to the paradise city.....
26.6.2007 | 18:50
Well Pípol....
Elsku tengdapabbi er 64 ára í dag, til hamingju með daginn gamli....
Það hefur mikið drifið daga mína síðan ég bloggaði síðast
Gellan heldur betur skellti sér til höfuðborgarinnar með afkvæmin með sér og ætlaði sér að stoppa í eina nótt en endaði á því að gista í 4 nætur.....Það var rosalega gaman og hitti ég Kollu og co, Hrefnu mína og Hildu dúllu og hennar familíu.
Þetta var rosalega skemmtileg ferð í alla staði.
Það styttist óðum í að litla barnið mitt verði 3 ára og við eigum líka 5 ára brúðkaupsafmæli bráðum
en það skrítnasta af öllu er að ég er að verða 30 ára núna 10 ágúst....úff þetta er hræðilegt
ég er reyndar ekkert búin að plana neitt ýtarlega hvað verður gert, en þið megið vita að það verður partý og þemað verður GRÆNT.....
Lag dagsins: shake it out, shake it in......
Ragga sem er enn 29 ára segir bless í bili.....
Athugasemdir
VÚHÚ....grænt þema Ég og Röggi komum sko sem Shrek og Fiona
Fer að kíkja á þig í kaffi....svona þegar hálsbólgufaraldurinn er frá á þessu heimili
kossar og knús....Magga 29 ára
magga v (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:40
Bleeessuð keeellingin!
Takk fyrir helgina.....
Þú gleymdir nýju "afmælisskónum" þínum!
Sjáumst
Hilda (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:45
Hæ sæta skvísa og takk fyrir innlitið um helgina, gaman að fá ykkur, hefði nú samt viljað vera í fríi og sjá gaurana þína vakandi en það verður bara vonandi næst.. er strax byrjuð að sanka að mér grænu og er farin að hlakka geggjað til partýisins.
kiss á ykkur þarna fyrir norðan
Hrefna Dögg (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:27
þú sem ert ennþá 29 ára gella...... ég verð bara að klæðast grænu á fæðingardeildinni hehehe... svona til að vera með sammála ??? en við gerum eitthvað sniðugt um leið og ég er tilbúin til þess,og jú við verðum að fara að hittast sæta,knússs......
Dóra Maggý, 28.6.2007 kl. 13:31
Magga: ég gleymdi að segja þér að í þínu boðskorti mun standa að það verði MAFÍUÓSA ÞEMA (Einkabrandari)...hehe, svo ætla ég að vera Fíóna....
Hilda: Þú verður bara að kíkja í heimsókn sem fyrst, ég verð að ganga skóna til....
Hrefna: Takk fyrir helgina og ég hlakka til að sjá þig aftur skvís.....
Dóra: Ekki bara að þú þurfir að vera í grænu heldur bumbugullið líka, og ég vil fá mynd ......
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 29.6.2007 kl. 13:17
Ekki vandamálið Ragga mín,mynd skaltu fá og það í grænu en takk fyrir innlitið í gær og takk fyrir kaffið og kleinurnar í dag mín kæra.... knússss.....
Dóra Maggý, 29.6.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.