vikan.....
26.10.2007 | 11:43
Síðasta helgi fór í djamm í tilefni bekkjarmóts og fermingarafmæli hjá mínum ektamanni
það var mjög gaman og fór Viktor minn á kostum sem Rauðhetta í einu af skemmtiatriðum kvöldsins....Núna um helgina verður það tekið rólega í faðmi fjölskyldunnar....körfuboltaleikur í kvöld og svo afslöppun
Á miðvikudagskvöld var fyrsti hittingur hjá nýja saumaklúbbnum mínum sem skilgreinir sig sem saumaklúbb þar sem við hittumst, borðum og tölum svo um hvað það væri nú gaman að geta saumað......og auðvitað tölum við svo um eitthvað annað....semsagt kjaftaklúbbur.....Ég held að við ætlum að kalla okkur grasekkjurnar af því að kjarni þessa hóps eru einmana sjómannseiginkonur + Dagga og Aníta sem er hljómsveitargrasekkja......þetta var geggjað skemmtilegt og er búið að plana annan hitting eftir 2 vikur....
Vinnulotan er búin eftir 1 viku hjá mér og þá get ég farið að einbeita mér að lokaritgerð
Ég er búin að léttast enn meira og hef ekki verið í þessari þyngd sem ég er komin í núna síðan löngu fyrir síðustu aldamót ......
Ragga segir bless í bili.....
Athugasemdir
Heyrðu góða mín...hún Dagga var sjómannskona síðast þer ég tékkaði..hahaha...en að sjálfsögðu er þetta SAUMAklúbbur...við förum í saumana á öllu sem um er rætt
En Röggi vill meina að miðað við það að við hittumst til að éta að þá er þetta saumsprettuklúbbur
Kossaogknús...magga gella
magga v (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:12
haha auðvitað er þetta saumsprettuklúbbur
afhverju köllum við okkur ekki saumspretturnar.....hahaha
Takk fyrir kaffið í gær
kv Ragga
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.