Hollusta á nýju ári....

Ég var með saumklúbb á þriðjudaginn og gerði hollari útgáfu af súkkulaði köku 

 Hér er svo uppskriftin að "Hollu" súkkulaði kökunni.   Hún er með fullt af hitaeiningum en inniheldur gæðahráefni sem eru hollari heldur en það sem venjulega er sett í kökur af þessu tagi. Og kremið er heldur betur hollara en ég hef áður gert. Kakan sló í gegn og ég mæli með henni

  • 200 gr HRÁ sykur
  • 40  gr púðursykur
  • 1 dl Agave síróp frá Sollu
  • 125 g lífræn kókosolía frá Sollu á grænum kosti ( fljótandi )getið hitað krukkuna í heitu vatni
  • 2 egg
  • 260 g HEILhveiti eða fínmalað spelt
  • 1 tsk. matarsóti
  • 1 tsk. lyftiduft eða vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk. salt*
  • 40 g kakó frá Sollu
  • 2 dl Léttmjólk
  • Vinnið vel saman sykur og kókosolíu og setjið egg eitt í einu. Blandið þurrefnum og setjið í ásamt mjólkinni, bakið í 2 formum við 180° í 20 mín. Kælið.

    Súkkulaðikrem

  • 5 msk gott bökunarkakó (með háu kakóinnihaldi og sykurlaust). mæli með Sollu kakó
  • 1 banani, mjög vel þroskaður
  • 1 msk léttmjólk
  • 2 msk vanilludropar
  • 2 fullar msk kartöflumjöl eða bara flórsykur og minnka hrásykurmagnið um 2 msk
  • 1-2 msk kaffi
  • 4 msk hrásykur
  • kannski smá agave síróp
  • allt hrært með handþeytara eða í hrærivél
  • smakkið bara til kremið og bæta úti einhverju eftir þörfum

    kæla kremið í ískáp áður en borið á kökuna strá svo kókosmjöli yfir

  • Verði ykkur að góðu......kveðja Ragga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragga....

þú setur þessa uppskrift inn á saumóbloggið og það virkaði bara eins og vatnslosandi te á mig, ég slefaði gjörsamlega allt út!!!

Svo seturðu þetta inn á bloggið ÞITT, og ég í sakleysi mínu á bloggrúntinum fyrir svefninn og svo áður en ég veit af að þá eru eldglæringar úr lyklaborðinu þar sem ég slefa eins og sveittur bolabítur yfir tölvuborðið hjá mér....KOMMON...ég er nú veik og missti af saumó og hef því ekki svalað mínum forvitnu bragðlaukum

Hvernig væri nú að sletta í eina svona og koma með til Möggu sinnar

Geððu þa nú músin mín.......eða ertu kannski rotta

Kossar og SLEF......Magga V...eirusjúklingur. 

Magga V. (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

hahahah

kannski að maður sletti bara í form og hendi þeim í þig þarna GAMLI bolabíturinn minn.....

slef til baka ...kv Ragga

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 13:38

3 identicon

NÝTT BLOGG...NÚNA.....

Ég bæti á mig ca. kílói í hvert skipti sem ég kíki hér inn...og það er ansi oft á dag!!!

Ef þú vilt ekki koma með nýtt blogg, þá skaltu gefa mér mánuð í Hveragerði, takk fyrir!!! Ég verð orðin eins og barbapabbi í laginu!!!

Kossar samt...Magga V

Magga V. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Linda litla

Ummmmm.... þetta er ekkert smá girnó. Fæ ég svona Ragga þegar ég kíki norður ??

Linda litla, 14.1.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Magga mín ég segi bara hip hip barbabrella....haha ...je ræt eins og þú gætir verið eins barbapabbi í laginu beibið þitt....bakaðu bara svona köku og troddu bara fellingunum í nýju gallabuxurnar....

Linda mín þú ert alltaf velkomin og ef þú kíkir á mig þá skal ég sko baka svona köku.....það er Díll......

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband