Its my life.....

Jæja núna er ég hætt með uppskriftirnar í bili.....

Ég er búin að vera rosalega dugleg að æfa núna...á Þriðjudaginn tók ég lyftingar efri hluta og fór á brettið í 60 mín....Í gær tók smá styrktaræfingar fyrir lappir og fór á brettið í 73 mín.....ekki veitti af, því á þriðjudagskvöldið fór ég  í saumó og þar var sko tekið á því í kræsingunum......

Ég var að sjá lista á netinu yfir 10 hluti sem má alls ekki segja við konur......Ég persónulega þoli ekki þegar Viktor segir við mig : Slakaðu á....og ef einhver USSAR á mig þá verð ég algjörlega snar.....það var einmitt á listanum að það mætti ekki segja slakaðu á við konur....ég vil fá komment frá ykkur hvað það er sem þið þolið ekki að láta segja við ykkur

Viktor er reyndar búinn að finna þessa líka fínu aðferð til þess að fá mig til að hlæja ef ég er í einhverjum pirringi, hann segir einfaldlega við mig : SNAPPI, EKKI SNAPPA......( Þetta ættu foreldrar ungra barna að kannast við úr barnaefninu Dóru á stöð 2 þar sem þau segja alltaf við þjófóttan ref: Nappi ekki Nappa....)

Jæja ...ætla að fara að æfa.....

See YA.....kossar og slef haugur Ragga.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

he he he þetta segir að Viktor se alltaf að horfa a Doru a stöð 2 he he

Eg veit ekki hvað eg þoli ekki..... ju eg þoli ekki þegar folk er að skipta ser að uppeldinu a Kormaki.

Eg hugsa malið og kem þa með eitthvað herna inn ef að eg finn eitthvað.

Annars hafið það bara gott og bið að heilsa Viktori.

Linda litla, 24.1.2008 kl. 09:14

2 identicon

Ég get gjörsamlega drepið ef einhver vogar sér að segja mér að slappa, af þannig að ég er sammála þér þar....

magga v (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:25

3 identicon

Vá hvað ég er sammála þér með ussið....

Ekkert sem pirrar mig meira en þegar fólk ussar á mig. Ég hvæsi líka alltaf til baka ,,EKKIUSSAÁMIG!".... GRRR...

djö ertu þú dugleg alltaf í ræktinni.

Ég þarf að fara að taka mig á...

Gangi þér best skvís... 

GUðbjörg Kr. (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband