grumpy old woman....
17.2.2008 | 13:28
Jæaj þá er enn ein helgin runnin sitt skeið.....
Á Friday night þá kíkti ég til Möggu, Dagga og Joshua komu og við spiluðum Friends spilið frameftir kvöldi....þetta var heljarinnar bardagi þar sem ég var í forystu mest allt spilið en Magga náði að kreista fram sigur á lokasprettinum.....Eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég sko ekki vitund tapsár...hósthóst.....og tók ég ósigrinum með þokka og reisn sem hæfa drottingum.....
Laugardagskvöldið var tekið með kósýheitum og var humar á borðum og síðan var farið í pottinn.......
Ok annað mál....eins og allir vita þá er ég bara 20 og tíu ára og lít bara ekki út fyrir að vera deginum eldri en það.....Ég var stödd í verslun í RVK síðustu helgi og komu til min dömur ekki mikið en 5-6 árum yngri en ég sjálf( ég þekki nú dömurnar )......Hvað haldið þið að þær hafið beðið mig um......án alls gríns þá spurðu þær mig hvort þær mættu leiða mig yfir götuna því þær áttu að ......haldið ykkur nú fast....leiða GAMLA konu yfir götu......shit það er eins gott að Dagga, Magga og Hilda voru ekki með mér því þær eru allar eldri en ég....ætli þær hefðu ekki verið beðnar um að leika múmíur....
Þessi ungdómur nú til dags...hehe.....that didnt sound old , did it......
Jæja Ragga Grumpy old woman segir......gangið hægt um gleðinnar dyr.....
Athugasemdir
Já það er nebblega það...þú tókst ósigrinum með reisn og þokka eins og drottning....eða réttara sagt REIST upp og varðst ÞOKKALEGA pisst og brjáluð eins og DRAMADROTTNING....
Það hefði engu skipt hvort við hefðum verið með þér eða ekki þegar þú varst leidd yfir götuna í RVK....það hefði engum dottið í hug að leiða okkur hinar yfir götu..sem múmíur eða eitthvað annað...af ótta við að brjóta hrörnuðu beinin okkar...hahaha...
Hræki á þig einum blautum....Magga V
magga v (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:24
ha ha góð.....
en ef þú hrækir á mig þá verð ég ekki blaut, því þú ert svo gömul að hrákinn úr þér er bara duft.........
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 17.2.2008 kl. 15:01
Hahahaha...nei ég á sko greinilega ekkert með það að vera að lesa þetta gamlingjablogg hér Þú ert snilli!! Sé þig í saumó...
Kv.Ragnhildur
Ragnhildur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 20:36
Já Ragnhildur mín...svona hljóma alltaf eldri og reyndari konur...hehe
Ég sé þig í saumó....
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:43
Hahahahaha Snilld!! Mér fannst ég nú reyndar vera assgoddi hrum strax í fyrsta skipti sem barn kallaði mig "konu" þegar ég vann við að afgreiða.....
Sé enga ykkar í saumó
Krummi redneck (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:34
hrækir bara dufti ha ha ha ha þið eruð ótrúlegar "gömlur" hehe
Linda litla, 19.2.2008 kl. 00:10
Bwahahaha, en það er nú soldið skondið , hvað er langt síðan manni fannst fólk um þrítugt vera gamalt, það eru nú ekki svo mörg ár síðan :) En það er líka svo stutt síðan við vorum ungar ;)
Íris (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.