Helgin...
22.10.2006 | 13:51
Viktor Franklín er búinn að vera mjög veikur alla helgina
Við pöntuðum okkur bara pizzu á föstudagskvöld og tókum spólu og höfðum það notalegt heima...
Spúsinn var að vinna til kl 16 á Laugardag svo að ég og lilli veiki snúðurinn vorum mest allan daginn ein heima...Ísak er nú nánast aldrei heima hjá sér reyndar kíktu ma og pa og Sara systa og Gunnar B. í örstutta heimsókn
Ma kíkti áðan og Sara og GB líka
Í dag er Manchester -Liverpool þannig að það er verið að glápa á það með öðru auganu
núna er staðan 2-0 manchester í hag.
Þá verður nú kallinn í góðu skapi það sem eftir er dags
Ísak fer svo á leikritið um hann Gosa með afa Gunna á eftir kl 15
Við skellum okkur nú örugglega bara á opnun barsins næstu helgi sem að reyndar á að heita MÆLIFELL
þá er að rifja upp írsku danstaktana sem að eru löngu gleymdir..he he
Viktin mín hefur bara staðið í stað í nokkra mánuði...Ég hef ekkert verið ströng á mataræði vegna þess að ég er nokkuð sátt við viktina eins og hún er, þannig að ég hef bara verið að hlaupa og gera styrktaræfingar til þess að þyngjast ekki aftur
Búin að troða í mig nammi alla helgina og ætla að vera dugleg að hlaupa í vikunni
þannig að þessa helgi var ég í faðmi fjölskyldunnar
Ragga kveður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.