Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Það er sól og það er sæla....
29.6.2007 | 16:26
Leidís end Djents
Það er rjómablíða úti núna og ég er að stikna....
Dóran mín kom áðan í heimsókn og blómstrar hún sem aldrei fyrr....Ólétt af fjórða barninu...úfff
Dóra þú ert hetja....
Allt gott að frétta , lærdómur sumarsins hálfnaður og maðurinn alveg að koma heim....
By the way ég er byrjuð að selja Spiderman boli ,geggjað flotta og á ég þá í stærðum 3 ára -12ára
mjög vandaðir bolir sem halda sér við þvott og kosta þeir 1000 kr.
Ég er semsagt ekkert að fara að gera um helgina nema að hanga heima, vonandi verður veðrið svona gott áfram.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Take me down to the paradise city.....
26.6.2007 | 18:50
Well Pípol....
Elsku tengdapabbi er 64 ára í dag, til hamingju með daginn gamli....
Það hefur mikið drifið daga mína síðan ég bloggaði síðast
Gellan heldur betur skellti sér til höfuðborgarinnar með afkvæmin með sér og ætlaði sér að stoppa í eina nótt en endaði á því að gista í 4 nætur.....Það var rosalega gaman og hitti ég Kollu og co, Hrefnu mína og Hildu dúllu og hennar familíu.
Þetta var rosalega skemmtileg ferð í alla staði.
Það styttist óðum í að litla barnið mitt verði 3 ára og við eigum líka 5 ára brúðkaupsafmæli bráðum
en það skrítnasta af öllu er að ég er að verða 30 ára núna 10 ágúst....úff þetta er hræðilegt
ég er reyndar ekkert búin að plana neitt ýtarlega hvað verður gert, en þið megið vita að það verður partý og þemað verður GRÆNT.....
Lag dagsins: shake it out, shake it in......
Ragga sem er enn 29 ára segir bless í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hæ hó jibbí jei....
15.6.2007 | 19:11
Jæja síðasta vika búin að líða hratt
síðustu helgi fengum við sjaldséða gesti frá Skagaströnd, Þórunn æskuvinkona mín kom með strákana sína og fóru þeir í pottinn allir 4 gæjarnir okkar.....Rosalega gaman að sjá þau
Síðan seinna þann dag var pabbi með afmæliskaffi, hann er orðinn fimmtugur..hehe...
svo var víkingahátíð í vikunni og fórum við á hana 2 daga í röð.....
Ég stússaðist í garðinum í dag , var að reyna að gera hann fínann
Svo núna um helgina eru 17 júní hátíðarhöld og það verður mikið stuð.....
Ég er búin að dæla inn myndum á barnaland.....
Ekkert að frétta í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sea-mens -wifes....
12.6.2007 | 20:09
Jæja, Magga bað mig um að blogga um sjómannskonulífið og það skal ég gera.....
það halda allir að það sé auðvelt að vera sjómannsfrú, en svo er ekki.
Eini munurinn á því að vera einstæð og vera sjómannskona er að maður er í fastri áskrift með kynlíf
og maður fær reglulega pening inn á reikninginn....
En reyndar þetta með kynlífið fer bara eftir því hverjir eru í landi á sama tíma og maðurinn þinn
reyndar er maðurinn minn alltaf heima hjá mér, þannig að ég er mjög heppin en aðrir menn vinkvenna minna eru með viðhald sem þeir eru yfirleitt nokkrir að nota á sama tíma,
hver er þessi drusla, jú hún heitir Playstation 3....
Mér finnst að þetta ætti að teljast sem atvinnugrein, þ.e að vera sjómannskona og það ætti að vera frír sálfræðingur fyrir okkur líka, því að okkur drulluleiðist á meðan kallarnir sigla um höfin blá....
já þeir segja :haldið þið að okkur leiðist ekki líka en þeir þurfa jú bara að hugsa um sjálfan sig og vinnuna, svo koma þeir í land og þá er allt hreint og fínt og við búnar að gera okkur rosalega sætar, allavega miðað við tímann sem við fáum til þess að eyða í okkur sjálfar.....sem er ekki mikill
ég er að vinna, er í háskóla, hugsa um börnin og sé um allt viðhald heimilisins
þannig að þetta er ekkert smá mikil vinna
Við sjómannskonur erum mömmur og pabbar, kokkar, rafvirkjar, ræstitæknar, smiðir, píparar, garðyrkjumenn, bókhaldarar, einkabílstjórar og svona mætti lengi telja....
Við og að sjálfsögðu einstæðar mæður ( sem eru hetjur að mínu áliti) ættum að fá laun fyrir þetta allt saman...finnst ykkur það ekki????
reyndar ætti ég ekki að vera að kvarta núna nýkomin úr stelpuferð til París, en þetta verður að koma fram....
Svona er að vera sjómannskona.....
Ragga segir ship o hoj.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Paris.....
6.6.2007 | 14:18
Jæja
þá er maður komin heim aftur og búin að ganga frá mestu....
Ok parís var frábær í alla staði
Þeir sem segja að ekki sé hægt að versla í París eru bara skrítnir
það er sko víst hægt að versla þarna og gerðum við mikið af því.....eiginlega heilan helling, töskurnar okkar voru báðar nokkur kg í yfirvigt...en við sluppum við að borga sekt....
Þetta var VOÐALEGA SKRÍTIN REYNSLA að vera þarna því að hvert sem við fórum voru svoleiðis karlmennirnir á eftir okkur og það var glápt á okkur og blístrað þó að við værum bara að labba eftir götunni í gallabuxum og bol....meira að segja þegar við vorum ógeðslega þunnar og með ljótuna í hæðsta þá fengum við samt rosalega athygli.....Þjónar að bjóða okkur frítt að borða og svona....
Allt í lagi þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvað athygli við fengum þegar við klæddum okkur upp og fórum út á lífið....
Við þurftum aldrei að bíða í röð á barnum, þó að það væri kannski 3 föld röð, því barþjónarnir sögðu fólki að færa sig fyrir okkur....bara skrítið, svo kepptust þeir við að fá að afgreiða okkur....
Við byrjuðum á Búdda bar, sem er geðveikur staður sem lítur út eins og hof
á einum klúbbnum var biðröð niður alla götuna og svo var röð fyrir þá sem voru á lista....það var sko kallað á okkur og spurt hvort við værum á listanum,við sögðum nei þá sagði kallinn sem réði í hurðinni að við færum samt inn.....
Inni í einum klúbbnum sem ég mæli með hann heitir CAB, þá var VIP klúbbur inni í klúbbnum og okkur var boðið þangað þar var allt flæðandi í víni, allt frítt....
þar inni voru einhverjir tennis spilarar sem voru að keppa á France open og við vorum að kjafta við þá ,voðalega hressir strákar
og fyrir utan alla athyglina þá héldu allir að við værum 20-22 ára
semsagt þetta var eins og að lifa sem fræg manneskja í viku, ekkert smá Ego búst....
svona var öll ferðin og maður þarf að fara að venjast því að vera komin til Íslands og fá enga athygli
þegar maður labbar eftir götunni.....
Ekki veit ég hvað þeir sáu svona merkilegt við okkur, en gaman var þetta
Við sáum Eiffel turninn og Sigurbogann, Louvre safnið, Móna Lisa er æðisleg, Notre Dame kirkjuna og fleira......
Ragga kveður alveg í skýjunum með ferðina.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)