Working nine to five...
28.4.2007 | 12:43
Reyndar er ég að vinna núna fram á þriðjudag frá 5-9 en það er bara til lag um 9-5 vinnu þannig að þetta verður að duga...
Það er próf á mánudaginn og svo á föstudaginn þannig að ég nenni ekki að blogga fyrr en að próifin eru búin, sem sagt um næst helgi er hægt að búast við nýju bloggi frá mér ekki fyrr....
Það er svo mikið að lesa fyrir próf
Það er mikið búið að gerast á Sauðárkróki undanfarið
Aurskriðurnar sem skildu eftir sig milljónatjón en sem betur fer slasaðist ekkert fólk....
Það var keyrt á 2 hús í fyrradag en enginn slasaðist alvarlega....
Sveinbjörn lögga í einhverjum unglinga bjórheimildamynda skandal.....gerspillt lögga á staðnum...hehe
og svo datt kona af hestsbaki í fyrradag og sagan segir að hún hafi hryggbrotnað, ég vona að það sé ekki satt
Það er sól úti en smá gola....
Bless bless....
Athugasemdir
OMG...ég vissi af aurskriðunni og öðru húsinu sem keyrt var á....en hitt húsið og Sveinbjörn lögga HVAÐ???? Hvar í ósköpunum hef ég verið??? Bý ég ekki á Króknum??? HVER er ég og hvaða blogg er þetta eiginlega
Kossarogrisaknús og lestu nú ekki yfir þig, þú gætir orðið húmorslaus svona hrikalega mentuð
Magga V.
Magga V (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:24
Össs kona þú verður að koma þér burt úr þessu syndabæli... og skriðu... stað.
Vona að þú hafir nú ekki meiðst mikið og gangi þér best í prófinu.
kvGBK
Guðbjörg Kr. (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 09:26
gangi þér vel á prófunum og lestu nú ekki yfir þig,mig langar ekki að fá þig í heimsókn hálfklikkaða af oflestri hehehehehe...... próflestursknússss !!!!
Dóra Maggý, 4.5.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.