....when i get older....
4.8.2007 | 11:14
Nú styttist óðum í að maður verði kominn á fertugsaldurinn.....vá hvað var erfitt að skrifa þetta....
Ég er alveg viss um það að á miðnætti 9-10 ágúst eigi ég eftir að finna nokkur grá hár og kannski hrukkur í stíl....nei nei.....ég hef engar stórar áhyggjur af þessum tímamótum....
Mér finnst bara að konur séu eins og rauðvín ...verði bara betri með auknum aldri og þroska....
Ég er vinna á dvalarheimili aldraðra og þar finnst öllum ég vera unglingur og geta ómögulega trúað því að ég sé að verða 30 ára.....Ég mæli með þessu starfi ef einhver er á aldursbömmer....
Annars sagði einn kallinn við mig að ég þyrfti að fara í lagningu , ástæðan var sú að engin karlmaður myndi líta við mér með svona slétt hár....hahaha....
Það sem ég ætlaði að vera búin að gera fyrir þrítugt....
Skipta um nafn og heita Emelía, Viktoría eða Amanda ( ákveðið um 7 ára , langar það ekki núna )
Giftast Bon jovi....( er gift....en ekki honum sem er bara gott mál )
Eignast 3 börn, þar af einn son sem átti að heita Viktor ( almost there )
Mennta mig ( útskrifast á næsta ári )
Eiga hús og bíl ( Já , já auðvitað á maður þetta )
Hitta Madonnu ( hef ekki gert og mun væntanlega ekki gera )
Reykja ekki ( Ég hef verið reyklaus í rúmlega 7 ár )
Eiga fullt af vinum ( Jebb , á þá )
Það sem ég sé eftir að hafa gert eða ekki gert....
Sé eftir því að hafa sagt JEBB þegar ég var spurð hvort ég vildi ganga að eiga Viktor fyrir eiginmann
Sé eftir því að hafa ekki menntað mig strax....
Sé eftir því að hafa byrjað að reykja...
Ragga kveður sátt við lífið og tilveruna.....
Athugasemdir
Hæ skvís!
Bara að kvitta, sjáumst næstu helgi til að fagna fertugs....nei ég meina þrítugsafmælinu þínu.....
Sí jú!
Hilda (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:27
Hahahaha...ég gleymi aldrey JEBBINU góða á brúðkaupsdaginn ykkar...það var samt svo sannfærandi og öruggt...beint frá hjartanu
See ya soon granny...
magga v (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 20:38
Hehe, þú verður að drífa þig í að koma með 3ja barnið, ekki hægt að standa í þessu á gamals aldri ;)
Íris (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 20:05
TIL HAMINNGJU MEÐ 30 ÁRIN....GAMLA MÍN
magga v (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:19
Hæ hæ.... og til hamingju með 30 árin. Kv Herdís
Herdís Kára (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:57
Til hamingju með 30 árin, þú nærð okkur alltaf fyrir rest ;)
Íris (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 18:17
Til hamingju með daginn gamla mínsjáumst í kvöld...kossar og knúslove youkv:YNGRI SYSTIR ÞÍN sem er ekki orðin gömul og auðvita sendir Gonsó þér knús líka
systir Sara zoega (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 18:41
Hæ Ragga mín
Droppaði inn bara til að kasta á þig stór afmælis kveðju
En allavega
Til hamingju með daginn :)
Ásgerður (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 20:48
Og hvernig er svo að vera orðin þrítug??????
Er það ekki bara fínt ;)
Íris (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.