Borgarferð....
26.11.2007 | 14:51
Við saklausu sveitahjúin skelltum okkur í höfuðborgina um helgina ásamt frumburðinum....
Við fórum svoleiðis hamförum í verslunum borgarinnar og versluðum eins og Paris Hilton á spítti....
Þetta þýðir að ég, ímynd jólanna sjálfra...hóst....er búin að kaupa næstum allar jólagjafir og eitthvað af jólaglingri líka....Í flestum tilfellum vorum við að spara okkur 100% eða meira á hverri jólagjöf...án gríns svona er að búa úti á landi...
Við hittum Hildu, og Ísak og Henrik léku sér saman...við ákváðum að fara bara heim í sveitasæluna á laugardagskvöldinu og hvíla lúin bein og skella kreditkortinu beint í kæli...úfff það er enn rjúkandi svei mér þá....
Vigtin er góð við mig þessa dagana, enda æfi ég alla daga....Fit pilates rúlar....
Ragga segir hó hó hó.....
Athugasemdir
Hó hó hó you hó....hvassegirðu...hvað keypturðu svo fallegt handa Möggu sinni í Reykjavík....hahaha...en við verðum að fara að hittast...ég er búin að vera í svona Röggu fráhvörfum.....en Röggi er nú kominn í land þannig að mér líður betur og er hin rólegasta þessa dagana....hlakka til að sjá þig
magga v (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:31
Gellan bara farin að missa sig í jólagleðinni...komið jólalúkk á bloggið og allt
Ragnhildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:37
Hæ dúllurnar mínar. Gaman að sjá ykkur þótt stutt væri :)
Misstir af góðu djammi......hehehehe
Hafið það gott um helgina!!
kisskiss
Hilda Eichmann (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:55
Já það er ekki gaman að búa úti á landi þegar maður þarf að versla.... En plúsarnir eru svo miklu fleiri en gallarnir. Maður getur líka alltaf skroppið í kaupstaðarferð haah...
Gott að viktarkvikyndið er gott við þig. Þú lítur líka stórglæsilega út skvís :)
kv
Guðbjörg
Guðbjörg Kr. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:57
Mátt nú alveg láta vita af svona heimsóknum!
Vidda frænka
Vigdís Stefánsdóttir, 3.12.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.