Vinir...

Við vorum spurðar að því skólanum í dag hvort að við ættum einhverja æskuvini sem væru ennþá vinir okkar í dag, þá fór maður að hugsa hvað er vinur og hvað á maður marga vini og hvað marga kunningja

Það eru margar ástæður fyrir því að við þurfum á vinum að halda.
Við þurfum á öðrum að halda því við erum félagsverur í eðli okkar.
Við þurfum vini til að gleðjast með á góðum stundum og til að
þiggja góð ráð af.Við þurfum vini til að geta stólað á.
Við þurfum vini til að finna hlýju og kærleika. Við þurfum vini til
hugga okkur á erfiðum stundum.Við þurfum á öðrum að halda,því
oft þurfum við hjálp við að finna lausnir á málum sem við erum
að takast á við. En fyrst og fremst þurfum við vini til að deila
lífinu með.

ég held að allir ættu aðeins að pæla í að láta fólkið sem að skiptir það máli vita af því reglulega

Ragga, rosalega mikið að pæla


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ragga, já ég held maður eigi nú ekki marga vini eftir síðan í grunnskóla, ég held það sé ekki hægt að búast við því en það er alltaf gaman að heyra af þeim ;)
En rosalega er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, fýla þessa kalla í botn ;)
KV. Íris G

Íris Gunnars (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 20:58

2 identicon

Takk fyrir það elskan

Ragga Fanney (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 21:26

3 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ dúllan mín,já ég gæti ekki hugsað mér lífið án vina,og jú ég held sambandi við nokkra af mínum æskuvinum og fæ reglulegar fréttir af restinni,og þú dúllan mín ert líka vinur í raun og sem hægt er að treysta,deila barnauppeldinu og heimilislífinu með,og hafa gaman með, þetta er pakki sem þú ættir að vera stolt af,takk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg, þín vinkona,Dóra.

Dóra Maggý, 23.10.2006 kl. 22:09

4 identicon

Halló elsku Ragga;)
Já það er pæling á bak við þetta vinadæmi. Ég er ekki í sambandi við marga af mínum æskuvinum! Held bara hreinlega að þú sért sú eina sem ég er í stöðugu sambandi við,og þú ert vinur vina þinna!!! Það er gott að vita af þér í lífinu;)
Kveðja magga.

Magga v (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband