Í næsta lífi...

Í þessu lífi er ég kona. ................Í næsta lífi vil ég verða
skógarbjörn.
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að
sofa í sex mánuði. Ég gæti lifað með því :)
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú
stendur á gati. Ég gæti líka lifað með því
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við
hnetur)á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð
sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og
hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall
líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe, já ég væri líka til í þetta (",)

Íris (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 15:12

2 identicon

Já heyrðu þetta er örugglega snilldarinnar líf:) Þetta er á mínum "to do in next life" lista!!! Ekki það að mér líður eins og skógarbirni þessa dagana! Urrandi upp úr þurru allann liðlangann daginn og geri mitt besta til að leggjast í dvala en þá er ég alltaf vakin! Ef það er ekki dóttir mín sem potar í mig til að spurja mig hvort það fari henni betur að vera í prinsessukjól eða vera með blómálfavængi að þá er það þessi blessaði sími!!! Ég er viss um að þetta er eitthvað sem birnir eru blessunarlega lausir við!!! Jebb, ég ætla líka að verða skógarbjörn!!!
Kv Magga:)

Magga v (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 16:13

3 Smámynd: Dóra Maggý

hehehehhe..... það er sko góð hugmynd,læt það líka á næsta líf listann minn,þá getum við verið saman þar líka :) en kvenkynsskógarbjörninn minn,skemmtu þér vel í kvöld á pöpunum,þú mannst drekka 1 kaldan fyrir mig,plís... love ya,kv. Dóra.

Dóra Maggý, 28.10.2006 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband