Im back.....

Jæja þá er ég komin heim frá Spáni sólbrún og sæt ;-)

Við lentum í hitabylgju með tilheyrandi raka og þegar að hitinn fór yfir 45 gráðurnar var frekar erfitt að vera úti, allavega fyrir mína viðkvæmu postulíns húð......Það var bara gott að komast heim í kuldann, en við skemmtum okkur öll konunglega.......

Ég er í sumarfríi út júlí mánuð og veit ekkert hvað ég á að gera af mér þessa dagana, ég byrjaði að æfa aftur í gærmorgun og er að koma mér í gírinn aftur......

Viktor Franklín á 4 ára afmæli 12 júlí og við ætlum að halda upp á það næstu helgi því að afmælishelgin fer í fótboltamót hjá frumburðinum..........

Ég er svoleiðis búin að dæla inn myndum á Barnaland , endilega skrifið í gestabókina stöku sinnum þegar þið lítið við þar, það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða

Takk fyrir kommentin á síðasta blogg stelpur og verið áfram duglegar að kommenta ;-)

Ragga segir adios og hasta luego.......hafið það gott í sumar.....

sjáið bara hvað ég er brún:

IMG_2743 ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Velkomin heim frá Espanina... ég skal vera dugleg að kvitta Ragga mín EF að þú verður duglegri að blogga.

Linda litla, 2.7.2008 kl. 00:50

2 identicon

Kvitt kvitt  ég kíki sko reglulega hér inn hjá þér alltaf gaman að lesa hvað þið familían eruð að bauka.

 bæó. Herdís

Herdís Kárad. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Velkomin á meginlandið frænka , sólbrún og sæt, auðvitað er skylda að kvitta  amk að mínu mati. Skilaðu kveðju í Skagafjörðinn frá mér , þar sem alltaf er  logn og sól ef ég man rétt sem að ég hef heyrt  amk var það alltaf sagt he he.Kíkji á barnaland á sætu frændur mínar en ef það er lykilorð verður þú að senda mér það á ernafri@simnet.is   Bestu kveðjur til ykkar

Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 20:29

4 identicon

Gratulera með útskriftina :)

ásgerður (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:20

5 identicon

Sæl Ragga

Ég sá ykkur ekkert í rigningunni á Ólafsfirði í dag ... vellirnir voru margir þannig að það er kannski ekki nema von. Frændi minn í Þór var að spila á móti Tindastóli (a liðinu) og þið voruð alla vega hvergi sjáanlega þar.

Við flökkuðum á milli valla 2 og 6 en fórum ekkert hinum megin. Það hefði verið gaman að hitta ykkur :)

Skilaðu afmæliskveðju til guttans frá mér

Við hittumst kannski á gangi á Akureyri ... hver veit!

Bestu kveðjur frá Akureyri, Unnur

Unnur Valgeirs (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 19:10

6 identicon

Sæl aftur skvísa

Rosalega var gaman að þú skyldir hringja en jafnframt svekkjandi að þið skylduð bara hafa verið á þar næsta bletti en við ekki hist

Verðum í sambandi í vetur í gegnum tölvuna  Ég nota tölvupóst daglega og MSN líka ...

Bið að heilsa strákunum þínum þremur, Unnur

Unnur Valgeirs (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband