Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Helgin búin...

Jæja þá er helgin afstaðin.

 Ég fór á árshátíðina og var svo glerfín að sjálf öskubuska( þegar hún var á dansleiknum góða) hefði skammast sín fyrir útganginn á sér....he he...hvað má maður ekki hafa gott álit á sinni eigin fegurð....

Svo var vægast sagt með því verra roki sem hefur verið í langan tíma hérna á Sunnudaginn þannig að maður hélt sig sko innandyra með angana tvo og hafði það náðugt í faðmi barnanna....bakaði vöfflurog alles....ég gat nánst séð rassinn á mér stækka á meðan ég steikti blessuðuð VÖPPLURNAR eins og tengdó mundi orða það , nei ég skrifaði ekki vitlaust hún segir þetta með péi ekki effi eins og við hin

Svo var það helv...skólinn í gær

og í dag er ég búin að hlaupa, þrífa og læra, læra fussum svei, ég sem hélt alltaf að ég væri vel LÆRÐ...

en maður fær víst ekki hærri laun fyrir það eitt að vera með sver læri....

Ísak minn ætlar að vera líkur honum pabba sínum. Í dag þá bað hann um að fá að skúra...já hann BAÐ UM ÞAÐ...og að sjálfsögðu (ég sem er alltaf eins og allir vita góðmennskan uppmáluð )leyfði ég honum það og hann skúraði stofuna og herbergið sitt og kom svo og þakkaði fyrir að fá að skúra og sagðist hafa haft gaman af því....jeminn ekki líkist hann mér...ekki vitund

 

jÆJA ÉG BYRJA AÐ VINNA ANNAÐ KVÖLD

BÆJÓ SPÆJÓ

 


Halló...

Núna er ég í fríi...

 Í gær var afmæli hjá Gunnari Blöndal og fórum við í veislu hjá honum...takk fyrir okkur

Ég kíkti til mömmu og pabba áðan og Döggu og Natans í smástund, þvílíkt fallegur drengur....Baby Smiley

svo er árshátíð Sjúkrahússins á morgun þ.e matur og ball, ég ætla að kíkja með mömmu og pabba...

þá fer maður í kjól og hælaskó...úlala...

 

Sara og Gunnar B eru í mat núna við erum að bíða eftir pizzu...

 

Later....  

 








« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband