Helgin búin...

Jæja þá er helgin afstaðin.

 Ég fór á árshátíðina og var svo glerfín að sjálf öskubuska( þegar hún var á dansleiknum góða) hefði skammast sín fyrir útganginn á sér....he he...hvað má maður ekki hafa gott álit á sinni eigin fegurð....

Svo var vægast sagt með því verra roki sem hefur verið í langan tíma hérna á Sunnudaginn þannig að maður hélt sig sko innandyra með angana tvo og hafði það náðugt í faðmi barnanna....bakaði vöfflurog alles....ég gat nánst séð rassinn á mér stækka á meðan ég steikti blessuðuð VÖPPLURNAR eins og tengdó mundi orða það , nei ég skrifaði ekki vitlaust hún segir þetta með péi ekki effi eins og við hin

Svo var það helv...skólinn í gær

og í dag er ég búin að hlaupa, þrífa og læra, læra fussum svei, ég sem hélt alltaf að ég væri vel LÆRÐ...

en maður fær víst ekki hærri laun fyrir það eitt að vera með sver læri....

Ísak minn ætlar að vera líkur honum pabba sínum. Í dag þá bað hann um að fá að skúra...já hann BAÐ UM ÞAÐ...og að sjálfsögðu (ég sem er alltaf eins og allir vita góðmennskan uppmáluð )leyfði ég honum það og hann skúraði stofuna og herbergið sitt og kom svo og þakkaði fyrir að fá að skúra og sagðist hafa haft gaman af því....jeminn ekki líkist hann mér...ekki vitund

 

jÆJA ÉG BYRJA AÐ VINNA ANNAÐ KVÖLD

BÆJÓ SPÆJÓ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha:) Það eru sko fleyri sem segja vöpplur!!! Amma er alveg fræg fyrir það Svo veit ég líka um fleyri orð sem eru notuð á allt annann hátt en vanalegt er! Eins og t.d.Tungl það verður Túll og  stjarna verður Stjadna Hvað er eiginlega að fólki? En hvað vöpplubaksturinn hjá þér varðar að þá er ég búin að baka nokkrar sortir núna um helgina!!! ÉG AÐ BAKA!!!  Þetta er alveg ótrúlegt, ég baka nefnilega aldrey og hef aldrey verið þekkt fyrir neitt því líkt!!! Ég kenni óléttunni um og fór að skoða hug minn og ástríðu gagnvart bakstri allt í einu og komst að því að ef ég á að vera feit fram yfir jól að þá skuli allir í kring um mig verða feitir líka Endilega kíkja og fá sér kökur hjá Möggu En ég var að spá!!! Rebekka er nefnilega svona eins og Ísak að vilja þrífa og skúra, heldurðu að hún hafi þetta frá Viktori???

og knús Magga.

Magga V (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 13:06

2 identicon

Ég efa það ekki að þú hafir toppa öskubusku...  þú lítur svo vel út stelpa :)

smá forvitni. Hvar ertu að vinna og hvað ertu að læra?

maður er alltaf að kafna úr henni forvitninni :)

Guðbjörg Kr. (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 14:28

3 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Magga: Magga að baka....já það er nú aldeilis....ég kem bráðum í kökur já og Ég ætla nú rétt að vona að hún bekka mín hafi þetta nú ekki frá honum Viktori,,,,,he he

GUðbjörg: Ég er að vinna á Sjúkrahúsinu á ellideildinni og er að læra leikskólakennarann og er á 3 ári

knús stelpur

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 8.11.2006 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband