Færsluflokkur: Bloggar

Helgin...

Elsku Dóra varð 35 ára á Föstudaginn og Mamma varð 50 á Laugardaginn og Henrik var 6 ára þann sama dag TIL HAMINGJU ALLIR

Á Laugardeginum fórum ég og Sara systa með alla strákana til Akureyrar til þess að hitta ma og pa en við gáfum mömmu helgarferð á Akureyri ( gisting á Kea )og miða í leikhús í afmælisgjöf.

Við borðuðum öll saman í hádeginu ásamt Böddu og Ernu systrum mömmu og þeirra mökum.

svo var farið að versla. 

Við lentum á svaka útsölu og keypti ég vörur sem áttu að kosta 53 þúsund á 8 ÞúSUND

já ég sagði 8 þúsund.  þetta voru tvenn skópör og eitt stígvélapar og Jakki og buxur

hér eru skórnir:

IMG_1286

Svo kom Hilda um kvöldið frá Reykjavík og gaf mér geggjaðan bol úr Zöru og túrkislitaðan eyeliner og fórum við út um kvöldið.

við komum bara snemma heim og kjöftuðum fram á nótt, það var voðalega næs....

Hér sést í bolinn og eyelinerinn:

IMG_1279

Ragga segir hafið það gott....

 


Öskudagur....

Ísak fór með hóp af krökkum úr árvist að syngja og fékk heilan haug af góðgæti

svo kíktum við í Íþróttahúsið á skemmtun eftir hádegið

Viktor Franklín var enn slappur þannig að hann fór ekki í leikskólann en kom með okkur í Íþróttahúsið og fór í búning

Hann var Bubbi Byggir

IMG_1231               Þeir saman...............

og Ísak var Vampíra                                   IMG_1246

IMG_1255

Ragga segir bless bless.....

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Helgin....

Í dag erum við hjónin búin að vera saman í 12 ár...

og þar sem hann er ekki heima þá höldum við bara upp á þennan dag síðar....

og í dag er einnig konudagur, til hamingju með daginn konur.....

Ísak sagði við mig að hann ætlaði bara að gefa mér gjöf af því að pabbi hans er ekki heima.....ekkert smá sætur

Annars er hann búinn að gera ýmislegt af sér þessa dagana.  Fyrr í kvöld þá kom hann inn í stofu til mín búinn að klippa á sér hárið og ég er að segja ykkur að hann klippti toppinn bara AF.....

omg...hvernig verður hann sem unglingur.....ég er að vona að hann taki þetta bara út núna´

hér má sjá nýju klippingu sonarins....ég er ekki frá því að hann eigi að leggja fyrir sig hárgreiðsluna í framtíðinni....he he

IMG_1205

Ragga segir bless í bili

 


Valentínusardagur...

 Þessi dagur er af mörgum talinn vera einhver væminn amerískur ( kaþólskur ) siður fundinn upp af korta og súkkulaðisölum.  Þessi dagur er reyndar kenndur við rómverskan KRISTINN prest að nafni Valentínus sem var drepinn 14 febrúar árið bla bbla og eitthvað vegna þess að hann neitaði að hætta að gifta pör í Róm( einstæðir hermenn voru taldir vera betri kostur )  Eftir það var litið á hann sem verndara ástarinnar.  Einnig eru konu og bóndadagur ekki al íslenskir eins og margir hatarar Valentínusardagsins halda fram

Konu og bónda dagur hafa heldur ekki sömu merkingu og þeir höfðu áður
þessir dagar snérust um virðngu fyrir fjárhagstöðu húsbóndans og húsfreyjunnar og komu ást námkvæmlega ekkert við. 

 En Íslenskir blómasalar hafa líklega breytt merkingu þessara daga upp í eitthvað ástartengt....he he....nei ég er ekki á móti þessum dögum...ekkert frekar en degi Valentínusar.....Mér finnst bara ágætt ef að fólk gefur sér tím til þess að sýna öðrum ástúð ....Þá segja margir en það þarf ekkert svona daga til þess að sýna ást sína....en vitið hvað fólk er orðið svo upptekið við vinnu og annað að það myndi örugglega gleymast mjög oft að sýna makanum að hann sé sérstakur og elskaður. 

 Ragga væmna, kveður og vildi að hún gæti tjáð síðum heittelskaða ást sína í eigin persónu í dag.


Mannlausar,barnlausar og kolvitlausar....eða þannig

Helgin var fín

Hilda kom í heimsókn frá borg óttans og kom hún barnlaus og mannlaus..( ég veit að þetta er ekki rétt orð, mér finnst gaman að nota  orð í annari merkingu) he he... semsagt frjáls eins og fuglinn.....Þar sem ég er einnig án míns ektamanns þessa stundina þá fengu strákarnir að gista í faðmi fjölskyldu minnar og Ég og Hilda skelltum okkur út á lífið....Það var rosalega fínt...Svo kíktum við á Döggu og Natan á Sunnudeginum

Ég fann þetta á netinu....og þýddi þetta

 1. Þitt eigið nafn:
- Ragna Fanney Gunnarsdóttir

2. Þitt glæpaklíku nafn: (fyrstu 3 stafir 1 nafns + izzle.)
- Ragizzle

3. Þitt gæludýraspæjara nafn: (uppáhaldslitur + uppáhalds dýr)

Kóngablár ljón ( kingblue lion)


4. Sápuóperu nafnið þitt: (miðnafn og götuheiti ) 
- Fanney Birkihlíð

5. Starwars nafnið þitt: (Fyrstu 3 stafir eftirnafns, fyrstu 2 stafir fyrsta nafns og  fyrstu 3 stafir í nafni mömmu þinnar )
- Gunramál

6. ofurhetju nafn þitt: (næst uppáhaldslitur og uppáhaldsdrykkur).


- Svart kaffi ( Black coffie )


7. Íranska nafn þitt: (2 stafur eftirnafns, 3 stafur mið nafns, einhver stafur miðnafns, , 2 stafur mömmu þinnar nafns, 3 stafur miðjunafns föður, 1 stafur nafn systkini, síðasti staður miðnafns mömmu þinnar)
- Unyáðsr

9. goth nafn: (svartur og nafn einhvers gæludýrs sem þú átt eða hefur átt)
- Svarti Kornelíus( Black cornilius)

Ragga segir bless...

 



Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.....

Jæja dömur og herrar

Vá hvað tíminn líður hratt...

Ísak Litla barnið mitt er byrjaður að æfa fótbolta með 7 flokki Tindastóls....

og hannViktor Franklín talar og talar....Hann var að borða vöfflur heima hjá mömmu og ´var orðinn allur útataður í sultu og rjóma þannig að ég fer að þurrka honum eins og góðri mömmu sæmir.

Þegar ég er búin að þurrka honum þá segir hann: flott hjá þér mamma

Ég segi að sjálfsögðu : Takk fyrir það ástin mín

Hann: Já, verði þér að góðu mamma....

Við fórum í partý hjá Ástu Stebbabróðirunnustu....anda inn..... á Laugardagskvöldið síðastaSíðan þegar ég er að fara heim um 1 leytið segir Sindri vinur Stebba bró : ertu að fara? Já þú ert náttúrulega orðin svo gömul...ertu ekki annars að verða 26 ára.....ha ha....

þessi drengur er hér með nýi besti vinur minn.....Ég hélt að hann myndi ekki ná sér þegar ég sagði honum að ég yrði 30 á árinu.......30 ára vá þaðer sko ekkert hægt að gera eftir þrítugt.....þá vitum við það.....en samt spáið í þessu að 19 ára krökkum finnist 26 vera gamalt.....bara fyndið......

Jæja Ragga segir bless

alveg í skýjunum yfir því að líta út eins og 25 að verða 26.....

  






Áfram Von...

Leidís end Djentlemenn.... Í kvöld í undankeppni Evróvisjon verða Ellert og co í Von með geggjað stuðlag....

þeir eru fyrstir á svið

Ásta og Stebbi lilli bró koma í pizzu og horfa með okkur á keppnina

 ÁFRAM VON....Allir að kjósa strákana....

 Annars er allt gott að frétta af okkur bara mikið að gera....
Viktor Franklín er alltaf að segja eitthvað nýtt og er það ekkert smá sætt....´

og Ísak er ekkert smá duglegur í skólanum.

síðustu helgi fórum við á afmæli til Örnu Blöndal og er skvísan orðin 3 ára það er nú ekki langt í að Viktor franklín verði 3....Djísús hvað þetta líður hratt....

´Ragga segir bless bless.....


Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST

Fórum í fertugs afmæli hjá honum Bjössa á Laugardaginn... það var geggjað stuð...þetta var nú meira eins og brúðkaupsveisla flottheitin voru nú þannig kvöldið byrjaði með fordrykk síðan var alveg meiriháttar góður matur þ.e forréttir og lamba, nauta og svínakjöt
ásamt tilheyrandi meðlæti svo var rautt og hvítt með matnum og bolla og bjór í boði til miðnættis, hljómsveitin var fín, en það voru Kalli Bjarni og félagar en Egill frændi Bjössa var á bassanum…Ég tók þarna eitt lag með þeim og þá bað Kalli B mig að klára með þeim ballið og að sjálfsögðu gerði ég það…síðan sagði hann við mig að ég væri rosalega góð söngkona og ég ætti að leggja þetta fyrir mig…hmmm… hver veit….kannski að maður ætti að fara læra eitthvað annað en leikskólakennarann….sjáum til……En nema hvað að minn heittelskaði eiginmaður hefur kallað mig alla vikuna Röggu IDOL hann er nefnilega svo skemmtilega spaugsamur greyið….

VIÐ LÉTUM PRENTA ÞESSA MYND Á STRIGA AF BJÖSSA OG GUNNARI BIRNI OG GÁFUM HONUM Í AFMÆLISGJÖF

 mynd strigi en þetta var rosalega vel heppnuð veisla í alla staði nema þá kannski helst gólið í mér ….he he….

Er á fullu að vinna úti á Hólum

Ragga segir Bless


Nýja árið....

Nýja árið byrjar ágætlega
Einkunirnar langþráðu komu í dag
ég fékk 7 í grenndarkennslu sem er jarðfræði, ættfræði, kortagerð, allt um plöntur og dýr ofl.  hræðilega leiðinlegt fag....
og svo fékk ég 7,5 í leikskólafræði
þetta eru ekki mínar bestu en ég er samt sátt
á þessum 3 árum er ég með 7.5 í meðaleinkun og hef ég fengið allt frá 5,5 upp í 10
svo byrja ég að vinna á Hólum á leikskólanum Brúsabæ eftir helgi og vinn ég þar í 4 vikur og skila verkefnum með vinnunni...
Ragga segir bless í bili

útsala....

Maðurinn minn gaf mér gjafabréf í Tískuhúsinu í jólagjöf

og ég fór áðan á útsöluna sem var að byrja

Ég fékk : rosaleg töff Gallabuxur, skyrtu, topp, stórt leðurveski og geggjað gull belti

allt fyrir 9000 kr......

þetta passar allt svo flott við geggjaða ullarjakkann sem strákarnir mínir gáfu mér í jólagjöf....

Ragga kveður vel dressuð fyrir nýja árið....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband