Blogg áskorun....

Ég fékk blogg áskorun frá Möggu og átti ég að fjalla um hárvöxt kvenna.

Ég sat í dágóðan tíma og velti þessu fyrir mér og sauð svo saman þetta:

 Ekki veit ég hvers vegna í fjandanum konur þurfa að fá öll þessi hár á víð og dreif um líkamann.  Þetta hélt kannski hita á einhverjum hellisbúum hérna í denn en núna kommon, það býr ekki ein einast kona sem ég þekki í helli….Það þarf nú að fara endurskoða hönnun hinnar nútíma konu….Það eru sífellt að koma upp nýir sjúkdómar afhverju er ekki hægt að redda þessum hönnunargalla í hvelli.  Það virðist í dag orðið nauðsynlegt að konur séu hárlausar allstaðar nema þá á toppi höfuðsins, þar eiga lokkarnir að vera þykkir og gljáfandi.

Ég veit ekki hvaðan þessi krafa kemur en ég er nokkuð viss um að amma og hennar stöllur hafi látið sé duga að fara bara í lagningu og samt voru þær eftirsóttar af hinu kyninu.  Reyndar á þeirra tímum voru hár fjarlægð í tonnavís en sú aðgerð fólst í ofplokkun augabrúna.

 

Allt í lagi maður verður nú samt að gera þetta allvega á meðan maður nær að lokka karlmanninn til sín og þangað til að hringurinn er kominn á fingurinn, en hvað á maður að gera???

 Rakstur:

Jú rakstur er fínn …..í svona 5 mín. Ef maður ætlar að viðhalda fína rakstrinum þá þarf maður helst að vera með rakvélina á lofti allan liðlangan daginn….annars á maður von á broddum ehf í massavís og ef maður er virkilega heppin, svona eins og yours truly þá fylgja iðulega nokkrar rauðar bólur í kjölfar brodda ehf , a.k.a inngróin hár í allri sinni dýrð….og þá gengur maður um eins og særður broddgöltur í svona 2 daga….

 Háreyðingarkrem og froður ýmiskonar:Jú þessi krem skila manni oftast hárlausum fótleggjum en lyktin omg….Það fallir allir sem staddir eru í 1 km radíus frá baðherberginu í dá vegna klósettsteinsklórsviðbjóðs ilminum sem stígur upp þegar froðan er látin bíða á hárunum

….Ég treysti sko ekki á að þessi lykt andskotans skaði mann ekki eitthvað, hafa verið gerðar langtímarannsóknir á þessu….ekki held ég það….Chernobyl gæti hafa verið eitthvað freaky snyrtistofuslys þar sem háreyðingarkrem kom við sögu

 Vax:Vaxið er snilldaruppfinning og er eins og guðsgjöf til kvenna þar sem hann nennir ekki að uppfæra every_hairhönnunarbúnaðinn þá sendi hann okkur vax í staðinn.  Já þetta virkar og er mjög fínt maður líður ekki útaf vegna ilmsins og þarf ekki að ganga um eins og særður broddgöltur en andskoti er það sárt að vaxa sig en þó missárt eftir því hvað svæði maður ætlar sé að ofbjóða….Það er í tísku að fara í brasilískt vax, já nei takk aldrei í lífinu…nema þá kannski ef það væri gert í leiðinni þegar maður er kominn í fæðingu og mænudeyfingin er byrjuð að virka VEL….Kannki þyrfti að bæta þessu inn í nám fæðingarlækna, ljósmæðra og kvennsjúkd. lækna þ.e.as að þeir læra að vaxa allan pakkann á meðan fæðingu stendur…. 

 Ég læt mér duga að skafa hárin af með rakvél annað slagið til þess eins að halda í kallinn….nei grín mér finnst einfaldlega óþægilegt að vera með of mikið þessum blessuðu hárum.   Og vax fer aðeins í nánd við mínar fagurmótuðu augabrúnir.

 Ragga kveður eins og særður broddgöltur….

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sver það hahahahaha ég er komin með six pack af hlátri

Þú fékkst sko 25 fyrir þennann og ef ég gæti klappað í kommentinu að þá mundi ég gera það og blístra með

Kossar Magga V 

Magga V (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 00:15

2 identicon

Þessu bloggi er ég alveg hjartanlega sammála. ;Mér finnst að það ættu að vera kröfur á alla karlmenn að fara í , Vax, plokkunn og allan pakkan einusinni á lífsleðinni. það verður til þess að hár komast aftur í tísku..

Gott blogg

 kv Freyja

Freyja Rós (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Dóra Maggý

hahahaha...!!! frábært blogg   getur þú ekki bara reynt að koma þessu lög þetta með að fá brasíliskt vax á meðan á fæðingu stendur,ja... innan 4 mán. þar sem ég fer að fæða þá,maður getur þá alveg eins bætt hnegginu við getlið svona á meðan að maður er hvort eð er sárkvalinn með útlglentar fætur  ég vona að hafir tíma til að redda þessu fyrir mig... góð hugmynd mín kæra.... knús

Dóra Maggý, 13.3.2007 kl. 11:26

4 identicon

Snilldarblogg hjá þér Ragga, ég væri nú bara til í að stela þessum bloggum frá þér og skella á mitt :)

Íris (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Já það ætti að vera skylda að vaxa alla karlmenn frá tám og upp á andlit og já þá kæmu hár aftur í tísku það er ég nokkuð viss um

Kannski ætti  að skella þessu inn í fermingarfræðsluna hjá strákunum, ná að hafa áhrif á þá nógu unga.....

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband