Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Áfram Von...

Leidís end Djentlemenn.... Í kvöld í undankeppni Evróvisjon verða Ellert og co í Von með geggjað stuðlag....

þeir eru fyrstir á svið

Ásta og Stebbi lilli bró koma í pizzu og horfa með okkur á keppnina

 ÁFRAM VON....Allir að kjósa strákana....

 Annars er allt gott að frétta af okkur bara mikið að gera....
Viktor Franklín er alltaf að segja eitthvað nýtt og er það ekkert smá sætt....´

og Ísak er ekkert smá duglegur í skólanum.

síðustu helgi fórum við á afmæli til Örnu Blöndal og er skvísan orðin 3 ára það er nú ekki langt í að Viktor franklín verði 3....Djísús hvað þetta líður hratt....

´Ragga segir bless bless.....


Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST

Fórum í fertugs afmæli hjá honum Bjössa á Laugardaginn... það var geggjað stuð...þetta var nú meira eins og brúðkaupsveisla flottheitin voru nú þannig kvöldið byrjaði með fordrykk síðan var alveg meiriháttar góður matur þ.e forréttir og lamba, nauta og svínakjöt
ásamt tilheyrandi meðlæti svo var rautt og hvítt með matnum og bolla og bjór í boði til miðnættis, hljómsveitin var fín, en það voru Kalli Bjarni og félagar en Egill frændi Bjössa var á bassanum…Ég tók þarna eitt lag með þeim og þá bað Kalli B mig að klára með þeim ballið og að sjálfsögðu gerði ég það…síðan sagði hann við mig að ég væri rosalega góð söngkona og ég ætti að leggja þetta fyrir mig…hmmm… hver veit….kannski að maður ætti að fara læra eitthvað annað en leikskólakennarann….sjáum til……En nema hvað að minn heittelskaði eiginmaður hefur kallað mig alla vikuna Röggu IDOL hann er nefnilega svo skemmtilega spaugsamur greyið….

VIÐ LÉTUM PRENTA ÞESSA MYND Á STRIGA AF BJÖSSA OG GUNNARI BIRNI OG GÁFUM HONUM Í AFMÆLISGJÖF

 mynd strigi en þetta var rosalega vel heppnuð veisla í alla staði nema þá kannski helst gólið í mér ….he he….

Er á fullu að vinna úti á Hólum

Ragga segir Bless


Nýja árið....

Nýja árið byrjar ágætlega
Einkunirnar langþráðu komu í dag
ég fékk 7 í grenndarkennslu sem er jarðfræði, ættfræði, kortagerð, allt um plöntur og dýr ofl.  hræðilega leiðinlegt fag....
og svo fékk ég 7,5 í leikskólafræði
þetta eru ekki mínar bestu en ég er samt sátt
á þessum 3 árum er ég með 7.5 í meðaleinkun og hef ég fengið allt frá 5,5 upp í 10
svo byrja ég að vinna á Hólum á leikskólanum Brúsabæ eftir helgi og vinn ég þar í 4 vikur og skila verkefnum með vinnunni...
Ragga segir bless í bili

útsala....

Maðurinn minn gaf mér gjafabréf í Tískuhúsinu í jólagjöf

og ég fór áðan á útsöluna sem var að byrja

Ég fékk : rosaleg töff Gallabuxur, skyrtu, topp, stórt leðurveski og geggjað gull belti

allt fyrir 9000 kr......

þetta passar allt svo flott við geggjaða ullarjakkann sem strákarnir mínir gáfu mér í jólagjöf....

Ragga kveður vel dressuð fyrir nýja árið....

 


2007...

Gleðilegt nýtt ár.....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband