Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Borgarferð....
26.11.2007 | 14:51
Við saklausu sveitahjúin skelltum okkur í höfuðborgina um helgina ásamt frumburðinum....
Við fórum svoleiðis hamförum í verslunum borgarinnar og versluðum eins og Paris Hilton á spítti....
Þetta þýðir að ég, ímynd jólanna sjálfra...hóst....er búin að kaupa næstum allar jólagjafir og eitthvað af jólaglingri líka....Í flestum tilfellum vorum við að spara okkur 100% eða meira á hverri jólagjöf...án gríns svona er að búa úti á landi...
Við hittum Hildu, og Ísak og Henrik léku sér saman...við ákváðum að fara bara heim í sveitasæluna á laugardagskvöldinu og hvíla lúin bein og skella kreditkortinu beint í kæli...úfff það er enn rjúkandi svei mér þá....
Vigtin er góð við mig þessa dagana, enda æfi ég alla daga....Fit pilates rúlar....
Ragga segir hó hó hó.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bla bla....
20.11.2007 | 10:00
Jæja gott fólk...
Ég er loksins búin að skila verkefninu mínu sem voru 30 síður + geisladiskur með myndum ofl á....
þá er ég komin í jólafrí í skólanum og ætla ég að nýta það í að byrja á lokaritgerðinni.....sem á að vera um 50 síður....
Baðherbergið gengur vel og verður byrjað að flísaleggja í dag....
jólaandinn kemur þó ekki í heimsókn til mín fyrr en framkvæmdum verður lokið...
Magga mín og Ragnhildur eru að missa sig í jólaspenningi og fara sjálfsagt hamförum næstu daga í að plana skreytingar....Magga verður örugglega með alla Betlehem fjölskylduna í allri sinni dýrð upp á þaki hjá sér og það verða örugglega lifandi hreindýr í garðinum hjá henni...Jólaljósin á þeim bænum skína svo skært að maður þarf að verja augun áður en maður hættir sér að koma nálægt húsinu...svo í Desember tekur hún á móti gestum í hreindýrapeysu sem systir hennar er örugglega að prjóna as we speak og býður upp á ilmandi grýlukanilkaffi ásamt heimagerðum piparkökum...
Og eins og Magga orðaði það snilldarlega þá lætur Hrafnhildur örugglega Kristján teyma sig á asna hingað á krókinn og eignast svo barn í bílskúrnum hjá henni...því að ef að einhver er meiri jólabrjálæðingur en hún Magga mín þá er það hún Hrafnhildur systir hennar.....
Það er saumó í kvöld...það verður bara gaman...
Ragga segir over and out.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggleti....
9.11.2007 | 16:32
Vá hvað ég nenni ekki að blogga...
Ég er með túrverki andskotans og er að drepast úr leti.....
Ég er að reyna að læra þessa dagana og gera upp baðherbergið okkar...eða ekki ég en ÉG fæ einhverja til þess að gera það fyrir mig.....þannig að það er allt í óreiðu hjá mér núna en ég er búin að kaupa allt sem kaupa þarf og ég var að enda við að borga baðinnréttinguna sem ég fæ eftir helgi....vá hvað getur allt verið í drasli hjá manni þegar maður er í framkvæmdum.....
Annar saumaklúbbshittingurinn var á þriðjudagskvöldið síðasta og var geggjað gaman hjá okkur.
Stebbi og Ásta ætla að koma í kvöld og vera um helgina....gaman....gaman
Vicks er að vinna á Ólafshúsi alla helgina...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)