....when i get older....
4.8.2007 | 11:14
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sól , sól skín á mig....
25.7.2007 | 20:28
Jæja það voru allavega 4 sem vorkenndu mér....
Hrefna vinkona er 30 ára í dag og vil ég senda henni samúðarkveðjur..., Magga er líka orðin 30 ára OMG hvað ég á orðið gamla vini....ég er að sjálfsögðu bara enn 29 ára og nýt þess í botn...
svo eru bara 4 dagar í bumbukrílið hennar Dóru minnar....spennó.....
Veðurguðirnir eru bara í yndælisskapi þessa dagana og baða mann í sól allan daginn....
Ég er komin í 7 daga frí í vinnunni og ætla mér að liggja úti á palli og sleikja svoleiðis sólina....
Ragga segir bless í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sick and tired....
19.7.2007 | 16:29
Í dag ligg ég heima í volæði og almennri eymd. Ég er sem sagt mjög slöpp. Er með hausverk dauðans og magaverki í stíl. Hálsinn er stíflaður af einhverju ógeði sem ég reyni að kingja annað slagið, frekar svona geðslegt.
Ég er mjög slöpp, ekki veik. Það er stigsmunur þar á. Í fyrradag var ég veik , þá lá ég í rúminu allan daginn og gat ekkert borðað og ég svaf til kl. 20.
Ragga segir hóst hóst...
allir sem vorkenna mér skulu sko gera svo vel og kvitta.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afmælið...
12.7.2007 | 19:05
Veislan var mjög skemmtileg og veðrið var gott....
Takk fyrir allir....
set inn fleiri myndir á barnaland......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann á afmæli í dag....
12.7.2007 | 08:28
Litli snúðurinn minn hann Viktor Franklín er 3 ára í dag.....
Það verður veisla í leikskólanum og líka heima í dag....
Mín bakaði nú heldur betur drekaköku handa barninu og set ég mynd af henni seinna af því að ég er ekki stödd heima hjá mér, ég er að passa prinsessurnar hennar Möggu....
Ragga segir bless.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pósturinn Páll.....
4.7.2007 | 12:04
Góðann daginn gott fólk
í fyrradag fékk ég tækifæri til að skyggnast inn í heim póstburðarfólks
Magga nefnilega hringdi í mig og bauð mér í smá Work out, hmm jú jú segi ég í algjörri óvissu um hvað beið mín. Þetta "Work out" var fólgið í því að hlaupa milli húsa með níðþunga tösku á annarri öxlinni. Jú ég fékk heilmikið Work óut út úr þessu og fannst þetta bara gaman...en people common merkið póstkassana ykkar...ég fór í blokkirnar og stóð svo bara eins og asni og starði á póstkassana og það sem átti að taka jafnlangan tíma hjá mér og Möggu, fór þannig að hún var búin þegar að ég var hálfnuð....
Í þessum skrifuðu orðum var ég að fá 2 boðskort brúðkaup...ohhh ég elska brúðkaup....
Það sem er helst í fréttum er það að Viktor er kominn heim....Ó JESSS......
8 dagar í að Lillinn verði 3 ára og 9 dagar í 5 ára brúðkaupsafmæli okkar skötuhjúa....
Þið megið búast við boðskorti í afmælið mitt á næstunni.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er sól og það er sæla....
29.6.2007 | 16:26
Leidís end Djents
Það er rjómablíða úti núna og ég er að stikna....
Dóran mín kom áðan í heimsókn og blómstrar hún sem aldrei fyrr....Ólétt af fjórða barninu...úfff
Dóra þú ert hetja....
Allt gott að frétta , lærdómur sumarsins hálfnaður og maðurinn alveg að koma heim....
By the way ég er byrjuð að selja Spiderman boli ,geggjað flotta og á ég þá í stærðum 3 ára -12ára
mjög vandaðir bolir sem halda sér við þvott og kosta þeir 1000 kr.
Ég er semsagt ekkert að fara að gera um helgina nema að hanga heima, vonandi verður veðrið svona gott áfram.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Take me down to the paradise city.....
26.6.2007 | 18:50
Well Pípol....
Elsku tengdapabbi er 64 ára í dag, til hamingju með daginn gamli....
Það hefur mikið drifið daga mína síðan ég bloggaði síðast
Gellan heldur betur skellti sér til höfuðborgarinnar með afkvæmin með sér og ætlaði sér að stoppa í eina nótt en endaði á því að gista í 4 nætur.....Það var rosalega gaman og hitti ég Kollu og co, Hrefnu mína og Hildu dúllu og hennar familíu.
Þetta var rosalega skemmtileg ferð í alla staði.
Það styttist óðum í að litla barnið mitt verði 3 ára og við eigum líka 5 ára brúðkaupsafmæli bráðum
en það skrítnasta af öllu er að ég er að verða 30 ára núna 10 ágúst....úff þetta er hræðilegt
ég er reyndar ekkert búin að plana neitt ýtarlega hvað verður gert, en þið megið vita að það verður partý og þemað verður GRÆNT.....
Lag dagsins: shake it out, shake it in......
Ragga sem er enn 29 ára segir bless í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hæ hó jibbí jei....
15.6.2007 | 19:11
Jæja síðasta vika búin að líða hratt
síðustu helgi fengum við sjaldséða gesti frá Skagaströnd, Þórunn æskuvinkona mín kom með strákana sína og fóru þeir í pottinn allir 4 gæjarnir okkar.....Rosalega gaman að sjá þau
Síðan seinna þann dag var pabbi með afmæliskaffi, hann er orðinn fimmtugur..hehe...
svo var víkingahátíð í vikunni og fórum við á hana 2 daga í röð.....
Ég stússaðist í garðinum í dag , var að reyna að gera hann fínann
Svo núna um helgina eru 17 júní hátíðarhöld og það verður mikið stuð.....
Ég er búin að dæla inn myndum á barnaland.....
Ekkert að frétta í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sea-mens -wifes....
12.6.2007 | 20:09
Jæja, Magga bað mig um að blogga um sjómannskonulífið og það skal ég gera.....
það halda allir að það sé auðvelt að vera sjómannsfrú, en svo er ekki.
Eini munurinn á því að vera einstæð og vera sjómannskona er að maður er í fastri áskrift með kynlíf
og maður fær reglulega pening inn á reikninginn....
En reyndar þetta með kynlífið fer bara eftir því hverjir eru í landi á sama tíma og maðurinn þinn
reyndar er maðurinn minn alltaf heima hjá mér, þannig að ég er mjög heppin en aðrir menn vinkvenna minna eru með viðhald sem þeir eru yfirleitt nokkrir að nota á sama tíma,
hver er þessi drusla, jú hún heitir Playstation 3....
Mér finnst að þetta ætti að teljast sem atvinnugrein, þ.e að vera sjómannskona og það ætti að vera frír sálfræðingur fyrir okkur líka, því að okkur drulluleiðist á meðan kallarnir sigla um höfin blá....
já þeir segja :haldið þið að okkur leiðist ekki líka en þeir þurfa jú bara að hugsa um sjálfan sig og vinnuna, svo koma þeir í land og þá er allt hreint og fínt og við búnar að gera okkur rosalega sætar, allavega miðað við tímann sem við fáum til þess að eyða í okkur sjálfar.....sem er ekki mikill
ég er að vinna, er í háskóla, hugsa um börnin og sé um allt viðhald heimilisins
þannig að þetta er ekkert smá mikil vinna
Við sjómannskonur erum mömmur og pabbar, kokkar, rafvirkjar, ræstitæknar, smiðir, píparar, garðyrkjumenn, bókhaldarar, einkabílstjórar og svona mætti lengi telja....
Við og að sjálfsögðu einstæðar mæður ( sem eru hetjur að mínu áliti) ættum að fá laun fyrir þetta allt saman...finnst ykkur það ekki????
reyndar ætti ég ekki að vera að kvarta núna nýkomin úr stelpuferð til París, en þetta verður að koma fram....
Svona er að vera sjómannskona.....
Ragga segir ship o hoj.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)