Paris.....

Jæja

þá er maður komin heim aftur og búin að ganga frá mestu....

Ok parís var frábær í alla staði

Þeir sem segja að ekki sé hægt að versla í París eru bara skrítnir

það er sko víst hægt að versla þarna og gerðum við mikið af því.....eiginlega heilan helling, töskurnar okkar voru báðar nokkur kg í yfirvigt...en við sluppum við að borga sekt....

Þetta var VOÐALEGA SKRÍTIN REYNSLA að vera þarna því að hvert sem við fórum voru svoleiðis karlmennirnir á eftir okkur og það var glápt á okkur og blístrað þó að við værum bara að labba eftir götunni í gallabuxum og bol....meira að segja þegar við vorum ógeðslega þunnar og með ljótuna í hæðsta þá fengum við samt rosalega athygli.....Þjónar að bjóða okkur  frítt að borða og svona....

Allt í lagi þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvað athygli við fengum þegar við klæddum okkur upp og IMG_0058mmfórum út á lífið....

Við þurftum aldrei að bíða í röð á barnum, þó að það væri kannski 3 föld röð, því barþjónarnir sögðu fólki að færa sig fyrir okkur....bara skrítið, svo kepptust þeir við að fá að afgreiða okkur....

Við byrjuðum á Búdda bar, sem er geðveikur staður sem lítur út eins og hof

á einum klúbbnum var biðröð niður alla götuna og svo var röð fyrir þá sem voru á lista....það var sko kallað á okkur og spurt hvort við værum á listanum,við sögðum nei þá sagði kallinn sem réði í hurðinni að við færum samt inn.....

Inni í einum klúbbnum sem ég mæli með hann heitir CAB, þá var VIP klúbbur inni í klúbbnum og okkur var boðið þangað þar var allt flæðandi í víni, allt frítt....

þar inni voru einhverjir tennis spilarar sem voru að keppa á France open og við vorum að kjafta við þá ,voðalega hressir strákar

og fyrir utan alla athyglina þá héldu allir að við værum 20-22 ára

 semsagt þetta var eins og að lifa sem fræg manneskja í viku, ekkert smá Ego búst....

svona var öll ferðin og maður þarf að fara að venjast því að vera komin til Íslands og fá enga athygli

þegar maður labbar eftir götunni.....

Ekki veit ég hvað þeir sáu svona merkilegt við okkur, en gaman var þetta

Við sáum Eiffel turninn og Sigurbogann, Louvre safnið, Móna Lisa er æðisleg, Notre Dame kirkjuna og fleira......

Ragga kveður alveg í skýjunum með ferðina.....IMG_0029

 


París here i come....

Ég er að fara til París eftir 3 tíma.....

Hæ hó jibbí jei.....

Var að fá lokaeinkunina fyrir vorönn ég fékk 8,5 í siðfræði og var með hæðstu einkunina á öllu landinu W00t af fjarnemum ásamt einhverri einni annarri....júhú......

þetta var nefnilega alveg hræðilega erfitt próf....það var þónokkuð fall

 

Annars er ég í sumarlotu á Akureyri

blogga síðar....

 

Ragga kveður alveg í skýjunum Grin


Valentine's Lost....alveg lost í Eurovision

Djöfulsins eurovision kjaftæði....

ekkert smá austantjalds mafíu svindl....eitthvað spooky við þetta

Ég segi bara eins og Eiki: áfram Finnar, það er rosalega flott lagið þeirra sem heitir leave me alone...

Annað mál, ég er búin að fá 2 einkunir af 3 á þessari vorönn og fékk ég 7 og 8 sem er bara fínt....

krossa bara fingur og bíð eftir þeirri 3....

Ragga segir bless, alveg lost yfir eurovision


If you're happy and you know it, clap your hands...

Jæja

Ég er búin með prófin.....Jibbí....im so happy.....

Á laugardaginn fer ég svo á Akureyri í skólann og verð í 2 vikur þar

svo kem ég heim og fer nánast beint til PARÍS....Ví Madame....úlala....bara að æfa mig smá

Við fórum til höfuðborgarinnar um síðustu helgi og fórum í fullt af heimsóknum

Við kíktum til Hildu dúllu og co´og sáum loksins íbúðina þeirra á Njálsgötunni

Við kíktum í mat til Kollu frænku og co og vorum hjá þeim langt fram á kvöld...þau eru sko alveg frábær....Það var mikið hlegið....

og svo kíktum við á Kristján Grétar og co áður en við keyrðum á Laugarvatn þar sem við kíktum í fermingu hjá Heiðu Rut, yngsta barninu hans Tomma bróðir Viktors......innsog....

Þetta var rosalega skemmtileg ferð og vorum við komin heim kl 10,30 á Sunnudagskvöld...alveg búin á því....

Já ég er búin að vera dugleg á hlaupabrettinu og keypti mér 1 mán. kort í ræktinni á Akureyri....

Í gær tókum við garðinn í gegn og er hann mjög fínn núna.....

ég hef gjörsamlega ekkert að segja frá í bili kannski blogga ég á Akureyri, kannski ekki...

 

Ragga segir bless bless......

 

 


Working nine to five...

Reyndar er ég að vinna núna fram á þriðjudag frá 5-9 en það er bara til lag um 9-5 vinnu þannig að þetta verður að duga...

Það er próf á mánudaginn og svo á föstudaginn þannig að ég nenni ekki að blogga fyrr en að próifin eru búin, sem sagt um næst helgi er hægt að búast við nýju bloggi frá mér ekki fyrr....

Það er svo mikið að lesa fyrir próf

Það er mikið búið að gerast á Sauðárkróki undanfarið

Aurskriðurnar sem skildu eftir sig milljónatjón en sem betur fer slasaðist ekkert fólk....

Það var keyrt á 2 hús í fyrradag en enginn slasaðist alvarlega....

Sveinbjörn lögga í einhverjum unglinga bjórheimildamynda skandal.....gerspillt lögga á staðnum...hehe

og svo datt kona af hestsbaki í fyrradag og sagan segir að hún hafi hryggbrotnað, ég vona að það sé ekki satt

Það er sól úti en smá gola....

 

Bless bless....


when i get older...

Þú ert orðin fullorðin/n ef Þú

gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.

Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.

Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.

Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.

Þú fylgist með veðurfregnum.

Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.

Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.

Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum.

Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.

Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt.

Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum.

Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því að "það er svo hressandi"

Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.

Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka.

Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma.

 Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur kemur í staðinn fyrir "Ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið"

90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.

Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.

Maður verðu semsagt að viðurkenna það að maður sé fullorðinn núna....


Voulez-vous coucher avec moi? se soir!

Gleðilegt sumar allir

Nú á að vera auðvelt að gera athugasemdir þar sem ekki þarf að gefa upp netfang, þannig að nú býst ég við að allir verð voðalega duglegir að segja eitthvað við blogg ruglinu mínu....

Ég er að fara í 2 próf 30 apríl og 4 maí svo er stefnan tekin á Akureyri 12-25 Maí

til að fara í skólann.....Svo erum ég og Hilda væntanlega að fara til París 29 maí til 3 júní.....Þannig á meðan allir sjómennirnir og þeirra konur verða borða mat upp í íþróttahúsi þá verð ég á fínu veitinga húsi í París...hehe

Það er sko nóg að gera í Maí hjá Mér.....

 

Ragga segir

 


Baby you can drive my car....

Well leidís end djents.... ég á bíl núna...þetta er eðal Subaru Legacy dökkblár ekinn 86 þús.

þetta er 99 módel en lítur út fyrir að vera yngri, hann er svo vel með farinn.....hann lítur alveg eins út og hinn bíllinn okkar..... söluskoðunarkallinnsagðiaðþettaværigæðaeintak.......innsog.... svo á næsta ári er stefnt að því að kaupa nýrra eintak af bifreið..... Ég er á því að skulda helst aldrei í bifreiðum....Ég set inn mynd seinna....

Jæja ég er komin í frí í 7 daga í vinnunni svo vinn ég bara 1 viku í maí , fer í skólann á Akureyri í 2 vikur svo er ég komin í sumarfrí til til 7 júlí vinn í 3 daga og svo frí til 17 júlí.....jibbí....

Við erum búin að borga skattinn sem betur fer. Endurskoðandinn sagði að við þyrftum ekki að lenda í þessu aftur núna.....

Viktor Franklín er búinn að vera að meira og minna bleiulaus síðan um páska..... Ísak er að æfa fótbolta og er búinn að fara á skíði í vetur og fílar það vel

Ég ætla að prófa að hafa alltaf fyrirsögnina á blogginu mínu annaðhvort titil á lagi eða setningu úr lagi....

 Ragga segir hafið það gott


I am blue.....

Viktor minn eiginmaður átti afmæli í gær og er hann orðinn 34 ára....

Við byrjuðum nýja fjölskylduhefð um páskana en það var að spila fjölskyldu bingó...

það var voðalega spennandi og fengu allir vinninga nema ég og Ásta hans Stebba....

Ísak happagrís fékk 2 vinninga þ.e páskaegg nr 4 og kassa af piparmyntukonfekti.....

 

Annars voru páskarnir hálf skrítnir, ég komst að því rétt fyrir páska að Óskar Ingi frændi minn væri dáinn, hann var bara 2 árum eldri en ég....

Ég er búin að vera voðalega dofin alla páskana og hefur hugurinn verið hjá Böddu og systkinum Óskars.

Svo er Skatturinn er búinn að hirða af okkur 311 þúsund vegna mistaka í síðustu skattaskýrslu, þannig að við erum ekki búin að fá eiginlega nein laun síðan í um áramót, Við fengum síðan 60 þúsund kr reikning frá orkusölunni og Bíllinn okkar er ónýtur eftir að það var keyrt á hann og þurfum við að finna okkur nýjan bíl......og svo er annað í gangi sem ég get ekki talað um hérna sem er ekki skemmtilegt mál......

Semsagt lífið er ekki skemmtilegt núna....En svona virkar þetta víst...maður kemst ekki í gegnum lífið án áfalla....Ég bíð bara eftir því að fá eldingu í hausinn....

Ragga segir I am blue...og er ekki í góðu skapi.....og bíllaus...grrrrr.....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband