Færsluflokkur: Bloggar
Baðið fyrir-eftir
14.12.2007 | 13:43
Búin að setja myndir af baðinu inn á barnaland...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jóla hvað....
13.12.2007 | 18:41
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Senn koma jólin
12.12.2007 | 17:56
Jæja baðið hjá mér er bara alveg að verða tilbúið, innréttingin komin upp og bara smá fíniseringar eftir.....
Jólin eru bara alveg að koma....skór komnir í glugga hjá blessuðu börnunum....líka hjá okkur hjónunum....Já ég sagði líka hjá OKKUR...Ísak Dagur engillinn okkar bað okkur um að setja skóinn í gluggann svo að hann gæti gefið okkur eitthvað í skóinn og viti menn við fengum listaverk a'la Ísak í skóinn í morgun....Um daginn sagði svo mamma við hann að hún ætlaði að kaupa flottustu jólagjafirnar handa sjálfri sér..þá sagði Ísak : en amma veistu ekki að það er sælla að gefa en þiggja....
Allir komnir í jólaskap, jólakötturinn kominn upp hjá Hrönn og svona. Magga og systir hennar prumpa greni og kanil ilmi eins og ekkert væri sjálfsagðara og eru að springa úr jólagreddu eins og Magga segir sjálf....þær eru sko verri heldur en börnin enda er ég viss um það að þær systurnar hafa verið jólaálfar eða bara hreindýrið Rúdolf og tvíburabróðir hans í fyrra lífi....já svei mér þá....ef ég er ekki bara að smitast af allri þessari jólagreddu.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Örblogg....smá update.
9.12.2007 | 15:19
Síðustu tvær helgar hjá mér:
Um síðustu helgi fórum við á árshátíð KS
fengum góðan mat (sem Viktor og Tommi elduðu) og svo var ball á eftir með Buff ásamt Matta papa.
Magga og Röggi komu svo á ballið og fórum ég og Magga á kostum eins og alltaf þegar við komum saman með áfengi í för
í vikunni var svo jólahittingur hafmeyjanna og var þar farið í saumana á mjög alvarlegum málefnum og svo fóru einnig saumar í fötum okkar vegna ofáts...fínn saumaklúbbur...
núna um helgina var ég svo að vinna 19 tíma á Mælifelli í jólahlaðborðum og á barnum fram á nótt...
núna er ég þreytt.
yfir og út...
kveðja Jóla Ragga........(jólahittingur meyjanna)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Borgarferð....
26.11.2007 | 14:51
Við saklausu sveitahjúin skelltum okkur í höfuðborgina um helgina ásamt frumburðinum....
Við fórum svoleiðis hamförum í verslunum borgarinnar og versluðum eins og Paris Hilton á spítti....
Þetta þýðir að ég, ímynd jólanna sjálfra...hóst....er búin að kaupa næstum allar jólagjafir og eitthvað af jólaglingri líka....Í flestum tilfellum vorum við að spara okkur 100% eða meira á hverri jólagjöf...án gríns svona er að búa úti á landi...
Við hittum Hildu, og Ísak og Henrik léku sér saman...við ákváðum að fara bara heim í sveitasæluna á laugardagskvöldinu og hvíla lúin bein og skella kreditkortinu beint í kæli...úfff það er enn rjúkandi svei mér þá....
Vigtin er góð við mig þessa dagana, enda æfi ég alla daga....Fit pilates rúlar....
Ragga segir hó hó hó.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bla bla....
20.11.2007 | 10:00
Jæja gott fólk...
Ég er loksins búin að skila verkefninu mínu sem voru 30 síður + geisladiskur með myndum ofl á....
þá er ég komin í jólafrí í skólanum og ætla ég að nýta það í að byrja á lokaritgerðinni.....sem á að vera um 50 síður....
Baðherbergið gengur vel og verður byrjað að flísaleggja í dag....
jólaandinn kemur þó ekki í heimsókn til mín fyrr en framkvæmdum verður lokið...
Magga mín og Ragnhildur eru að missa sig í jólaspenningi og fara sjálfsagt hamförum næstu daga í að plana skreytingar....Magga verður örugglega með alla Betlehem fjölskylduna í allri sinni dýrð upp á þaki hjá sér og það verða örugglega lifandi hreindýr í garðinum hjá henni...Jólaljósin á þeim bænum skína svo skært að maður þarf að verja augun áður en maður hættir sér að koma nálægt húsinu...svo í Desember tekur hún á móti gestum í hreindýrapeysu sem systir hennar er örugglega að prjóna as we speak og býður upp á ilmandi grýlukanilkaffi ásamt heimagerðum piparkökum...
Og eins og Magga orðaði það snilldarlega þá lætur Hrafnhildur örugglega Kristján teyma sig á asna hingað á krókinn og eignast svo barn í bílskúrnum hjá henni...því að ef að einhver er meiri jólabrjálæðingur en hún Magga mín þá er það hún Hrafnhildur systir hennar.....
Það er saumó í kvöld...það verður bara gaman...
Ragga segir over and out.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggleti....
9.11.2007 | 16:32
Vá hvað ég nenni ekki að blogga...
Ég er með túrverki andskotans og er að drepast úr leti.....
Ég er að reyna að læra þessa dagana og gera upp baðherbergið okkar...eða ekki ég en ÉG fæ einhverja til þess að gera það fyrir mig.....þannig að það er allt í óreiðu hjá mér núna en ég er búin að kaupa allt sem kaupa þarf og ég var að enda við að borga baðinnréttinguna sem ég fæ eftir helgi....vá hvað getur allt verið í drasli hjá manni þegar maður er í framkvæmdum.....
Annar saumaklúbbshittingurinn var á þriðjudagskvöldið síðasta og var geggjað gaman hjá okkur.
Stebbi og Ásta ætla að koma í kvöld og vera um helgina....gaman....gaman
Vicks er að vinna á Ólafshúsi alla helgina...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Life...
30.10.2007 | 16:22
Maður er bara vinsæll um þessar mundir....Atvinnu tilboðin streyma til mín frá kópavogi , Hafnarfirði og Austfjörðunum ef ég fer til Hafnafjarðar þá fæ ég 250 þúsund í námsstyrk og Austfirðirnir bjóða enn betur eða bæði náms og flutningsstyrk, svo fékk ég nælu og tilboð um VERULEGAN námsstyrk frá kópavogi.....hmmmm kannski bara fer maður að breyta til....
lífið gengur sinn vanagang hjá okkur og ekkert sérstakt að frétta.....
Ragga segir bless, voðalega vinsæl núna.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
vikan.....
26.10.2007 | 11:43
Síðasta helgi fór í djamm í tilefni bekkjarmóts og fermingarafmæli hjá mínum ektamanni
það var mjög gaman og fór Viktor minn á kostum sem Rauðhetta í einu af skemmtiatriðum kvöldsins....Núna um helgina verður það tekið rólega í faðmi fjölskyldunnar....körfuboltaleikur í kvöld og svo afslöppun
Á miðvikudagskvöld var fyrsti hittingur hjá nýja saumaklúbbnum mínum sem skilgreinir sig sem saumaklúbb þar sem við hittumst, borðum og tölum svo um hvað það væri nú gaman að geta saumað......og auðvitað tölum við svo um eitthvað annað....semsagt kjaftaklúbbur.....Ég held að við ætlum að kalla okkur grasekkjurnar af því að kjarni þessa hóps eru einmana sjómannseiginkonur + Dagga og Aníta sem er hljómsveitargrasekkja......þetta var geggjað skemmtilegt og er búið að plana annan hitting eftir 2 vikur....
Vinnulotan er búin eftir 1 viku hjá mér og þá get ég farið að einbeita mér að lokaritgerð
Ég er búin að léttast enn meira og hef ekki verið í þessari þyngd sem ég er komin í núna síðan löngu fyrir síðustu aldamót ......
Ragga segir bless í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Röggu búð....
15.10.2007 | 14:51
Ég er komin með fótboltabúninga á 1500 í stærðum s, m og l
Arsenal, Chelsea, Man U , Barcelona og Liverpool.....flott sett á fáránlegu verði
og Diesel , Von Dutch og Dolce & Gabbana peysur og boli ( unglingastærðir ) á 1000 kr
bara flott í jólapakkann.....
Svo er ég enn með Spiderman 3 boli á 1000 kr en alveg eins bolir kosta 1500 í Hagkaup
Myndir síðunni hans Ísaks á barnalandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)