Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
París here i come....
29.5.2007 | 12:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæ hó jibbí jei.....
16.5.2007 | 14:46
Var að fá lokaeinkunina fyrir vorönn ég fékk 8,5 í siðfræði og var með hæðstu einkunina á öllu landinu af fjarnemum ásamt einhverri einni annarri....júhú......
þetta var nefnilega alveg hræðilega erfitt próf....það var þónokkuð fall
Annars er ég í sumarlotu á Akureyri
blogga síðar....
Ragga kveður alveg í skýjunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Valentine's Lost....alveg lost í Eurovision
10.5.2007 | 22:31
Djöfulsins eurovision kjaftæði....
ekkert smá austantjalds mafíu svindl....eitthvað spooky við þetta
Ég segi bara eins og Eiki: áfram Finnar, það er rosalega flott lagið þeirra sem heitir leave me alone...
Annað mál, ég er búin að fá 2 einkunir af 3 á þessari vorönn og fékk ég 7 og 8 sem er bara fínt....
krossa bara fingur og bíð eftir þeirri 3....
Ragga segir bless, alveg lost yfir eurovision
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
If you're happy and you know it, clap your hands...
9.5.2007 | 13:03
Jæja
Ég er búin með prófin.....Jibbí....im so happy.....
Á laugardaginn fer ég svo á Akureyri í skólann og verð í 2 vikur þar
svo kem ég heim og fer nánast beint til PARÍS....Ví Madame....úlala....bara að æfa mig smá
Við fórum til höfuðborgarinnar um síðustu helgi og fórum í fullt af heimsóknum
Við kíktum til Hildu dúllu og co´og sáum loksins íbúðina þeirra á Njálsgötunni
Við kíktum í mat til Kollu frænku og co og vorum hjá þeim langt fram á kvöld...þau eru sko alveg frábær....Það var mikið hlegið....
og svo kíktum við á Kristján Grétar og co áður en við keyrðum á Laugarvatn þar sem við kíktum í fermingu hjá Heiðu Rut, yngsta barninu hans Tomma bróðir Viktors......innsog....
Þetta var rosalega skemmtileg ferð og vorum við komin heim kl 10,30 á Sunnudagskvöld...alveg búin á því....
Já ég er búin að vera dugleg á hlaupabrettinu og keypti mér 1 mán. kort í ræktinni á Akureyri....
Í gær tókum við garðinn í gegn og er hann mjög fínn núna.....
ég hef gjörsamlega ekkert að segja frá í bili kannski blogga ég á Akureyri, kannski ekki...
Ragga segir bless bless......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)