Færsluflokkur: Bloggar

Senn koma jólin.....

Jæja þá nálgast jólin heldur betur og er húsmóðirin búin að jólast eins og enginn sé morgundagurinn , nú er bara eftir að bíða eftir að klukkurnar hringi inn jólin....

Heppnin bregst ekki hjá honum Ísak mínum frekar en fyrri daginn , minn maður fór í bingó áðan og vann handa mér jólagjöf, ég má ekkert vita, pabbi tók vinninginn heim og ætlar að pakka honum inn svo að frumburðurinn getir gefið mér hann í jólagjöf....nema ég veit að þetta er bara fyrir konur...Smile

Hann sagði nú fyrr í kvöld að ef mig vantaði peninga fyrir einhverju nauðsynlegu , þar sem væri nú KLEMMAá Íslandi, þá gæti hann alveg lánað mér , svona er hann alltaf hugulsamur þessi elska, það mætti halda að ég ætti hann Wink

Jæja ég hef ekkert meira að segja, nema að ég er að fara að vinna til kl 13.50 á daginn núna frá og með 5 jan....algjör snilld, þá hef ég meiri tíma fyrir saumógellurnar mínar.....

Ragga kveður, verð að fara að velja lottótölur með drengnum Wink

 


Im still alive

Það er svo langt síðan ég hef bloggað, lyklaborðið var bilað og það var bilað mikið að gera líka ;-)

, en núna kem ég með spá update af mér og mínum

September. ísak varð 8 átta ára , spáið í þessu

IMG_3364 kakan hans..... Man Utd að sjálfsögðu

Við tókum líka smá meyjudjamm í sept.....

IMG_3463cccc

Í október fórum við líka á djammið á Akureyri og borðuðum og gistum á Hóteli með Málmeyjargenginu....þetta var snilldarferð í alla staði...myndir af því djammi eru á facebook

Í nóvember var Abba kvöld í skólanum hans ísaks og skemmtum við okkur konunglega   

við meyjurnar djömmuðum sko líka í Nóvember nema hvað og skelltum okkur á ball með Palla .....

IMG_3782IMG_3804

 

Ég fór líka síðustu helgi í jólahitting í vinnunni þar sem leynivinir gáfu sig fram ofl....

núna um helgina kom svo kallinn heim en fer aftur út á þriðjudagskvöld, þannig að hann hefur nóg að gera núna og svo er ég veik núna.....gaman gaman.....

Ísak happagrís fór svo í bingó í gær og auðvitað vann hann gjafabréf á Ólafshúsi og jólatré að eigin vali í skógræktinni.....þannig að við fáum frítt jólatré þetta árið......hann vinnur alltaf í bingó, maður verður kannski bara að fara láta drenginn velja lottótölur....hehe.....

það er orðið ansi jólalegt hjá okkur núna og er verið að leggja lokahönd á jólaljósin í þessum skrifuðu orðum.....

Bless í bili og hafið það gott í aðventunni....

P.s ég blogga sko aftur fyrir jól








hann á afmæli í dag.........

jæja long time no blogg

Ísak Dagur stóri strákurinn minn er 8 ára í dag, vá hvað tíminn líður hratt..........

ég er alltaf að vinna og er mjög ánægð í vinnunni.........ég er að vinna á leikskólanum Furukoti sem er nánast í næsta húsi við mig og Viktor Franklín er á sama leikskóla, þannig að ég er nánast hætt að nota bílinn núna..........

set inn nýjar myndir á barnaland á morgun...m,a úr afmælisveislunni sem verður í dag.....annars eru þeir bræðurnir báðir með smá hita en annars alveg hressir og minn tók það ekki í mál að fresta afmælinu...........

lyklaborðið mitt er bilað og það tekur mig óratíma að skrifa smá það er ástæðan fyrir bloggletinni........

Ragga segir hafið það gott um helgina  Smile

myYearbookPhoto ég mæli með http://www.yearbookyourself.com/

þarna er ég árið sjötíu og eitthvað.......Tounge

 


Nikulás.....

um helgina var brunað á ólafsfjörð með frumburðinn , þar sem hann keppti á nikulásarmótinu í fótbolta, þeim gekk bara vel strákunum og unnu 4 leiki af 6 ,,,,,bara frábært hjá guttunum,,,,,

við sjáum mynd:IMG_2955þarna er minn maður að skora 1 af 12 mörkum sem hann skoraði á mótinu.......

á laugardaginn átti viktor franklín 4 ára afmæli og við skötuhjúin áttum 6 ára brúðkaupsafmæli á sunnudeginum, við héldum upp á afmæli vf fyrr útaf mótinu og þar sem vicks var farinn á sjóinn þá skálaði ég í kókómjólk við hinar mömmurnar á fótboltamótinu í tilefni brúðkaupsafmælisins,,,,,,

Ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum á barnaland,,,,,,,

bless í bili

kveðja Ragga

 

 


Im back.....

Jæja þá er ég komin heim frá Spáni sólbrún og sæt ;-)

Við lentum í hitabylgju með tilheyrandi raka og þegar að hitinn fór yfir 45 gráðurnar var frekar erfitt að vera úti, allavega fyrir mína viðkvæmu postulíns húð......Það var bara gott að komast heim í kuldann, en við skemmtum okkur öll konunglega.......

Ég er í sumarfríi út júlí mánuð og veit ekkert hvað ég á að gera af mér þessa dagana, ég byrjaði að æfa aftur í gærmorgun og er að koma mér í gírinn aftur......

Viktor Franklín á 4 ára afmæli 12 júlí og við ætlum að halda upp á það næstu helgi því að afmælishelgin fer í fótboltamót hjá frumburðinum..........

Ég er svoleiðis búin að dæla inn myndum á Barnaland , endilega skrifið í gestabókina stöku sinnum þegar þið lítið við þar, það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða

Takk fyrir kommentin á síðasta blogg stelpur og verið áfram duglegar að kommenta ;-)

Ragga segir adios og hasta luego.......hafið það gott í sumar.....

sjáið bara hvað ég er brún:

IMG_2743 ;-)


long time no blogg......

Jæja núna um helgina útskrifaðist mín úr Háskólanum á Akureyri og bauð ég allri familíunni ( ma og pa og systkinum mínum, Ástu, Hönnu og tengdó) út að borða á Laugardagskvöldið og svo komu nokkrar stelpur heim um kvöldið...........þetta var snilldar dagur og mér líður eins´og ég hafi verið að fermast miðað við allar gjafirnar sem ég fékk.

IMG_2368IMG_2440IMG_2385IMG_2458

Núna á miðvikudaginn erum við vicks og börnin að fara til Benidorm að hafa það gott.

vildi bara aðeins láta vita af mér , það er svi langt síðan ég hef bloggað, blogga aftur þegar ég kem heim frá Spáni...........................

Kveðja Ragga


Hvítasunnu helgin....

Góðan dag kæra fólk.....

Hvítasunnuhelgin var frábær.

Við fórum í fermingu og fengum gesti úr höfuðborginni. Hún Hilda mín kom með sinn gutta og Hugrúnu vinkonu sína og reddaði Magga mín hið snarasta henni Silju til að passa ormana.

Við kíktum til Döggu í stelpupartý......

Við sjáum mynd úr þessu partýi:

IMG_2098Þetta eru Jóhanna, Dagga, Ég, Hugrún, Magga og Hilda og á myndavélinni var Gógó....................................................................................................................

Við reyndar vorum ekkert lengi á djamminu en skemmtum okkur konunglega......

Ég byrja að vinna 19 MAÍ á Furukoti og verð að vinna 8-16 og í fríi 4 tíma einn dag í viku.....(samningsbundinn undirbúningstími) svo minnka ég við mig vinnuna með haustinu......

IMG_2078Viktor Franklín að fara í fermingu.....dúlla, ég veit

 

Jæja bless í bili og hafið það gott

Ragga , out.........


Örblogg.........

Jæja þá er ritgerðarógeðið komið til Háskólans endanlega og ekkert hægt að breyta og bæta meira.....Ég fer svo í próf í fyrramálið og þá er allt búið og útskrift 14 júní........Það gæti samt verið að ég sæki um framhaldsnám, ég er að pæla í því.....

Ísak hann er svo góður og mikill herramaður í sér alltaf að gefa einhverjum eitthvað og taka til óumbeðinn.....Og litli Franklíninn minn er alltaf að knúsa og kyssa alla. Ég er búin að setja inn myndir á barnaland.

Ég hef ekkert að segja , vildi bara aðeins blogga.......

Ragga segir hafið það gott..............


Im alive............

Jæja það hefur margt gerst í þessum langa bloggdvala mínum.........

Ragna LITLA frænka mín (ekki orðin 30 ára) eignaðist sína 4 stelpu í gærmorgun....rosalega dugleg í þessu barneignastússi..............Og Ásta unnusta Stebba Bróðir fékk 500 þús í námstyrk......til hamingju með þetta stelpur......

Síðustu helgi fórum við skötuhjúin á Akureyri í smá barnlaust frí í tilefni af 35 ára afmæli eiginmannsins............Á Laugardaginn kíktum við í ræktina á Akureyri og kíktum aðeins á Stebba bróðir. Við fórum á leikritið Fló á skinni sem er besta leikrit sem ég hef séð ......mæli sko með því, rosalega fyndið....síðan fórum við út að borða...þar á eftir fórum til Stebba og Ástu og fórum með þeim á ball í Sjallanum með Ný Dönsk...Gistum á Kea og höfðum það næs.......

Moi og Vicks:IMG_1747 þarna erum við á Hótel Kea....

 

Ísak Dagur lék í leikriti 8 Apríl og var hann bakka bróðir...það var mjög skemmtilegt....

Lítið á:IMG_1716 Hann er í miðjunni..........

Við erum búnar að skila ritgerðinni til kennarans og eigum þá bara eftir að laga eitthvað smotterý sem hann finnur í lokayfirlestri, hún er 69 síður með öllu..........Síðan er 1 próf ,5 maí og þá er ég BÚIN með þetta nám.........ÍHA........Grin

Ég vil að lokum biðja alla að senda hlýjar hugsanir til Jón Gunnars, sem lenti í mótorhjólaslysi síðustu helgi á Skagaströnd, og fjölskyldu hans........

Þetta er orðið gott í bili

Hafið það gott um helgina kæru lesendur..........og aðrar endur líka........Tounge

Sólskinskveðja, Ragga sem er orðin vel lærð............

 


BÚ!

FER ALVEG AÐ FARA AÐ BLOGGA. ER AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á EINA RÚMLEGA 60 BLS LOKARITGERÐ.....

KV RAGGA.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband