Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Það er hægt að sjá Effelturninn úr hvaða glugga sem er í París.
27.3.2007 | 12:15
Jæja það er bara allt fínt að frétta...
Ég og Berglind skólasystir mín og nágranni héldum fyrirlestur í gær í gegnum fjarfundabúnað
Áheyrendur voru um allt land og hann gekk skínandi vel.
Hilda vinkona var að hringja um helgina og bjóða mér til París og ætlum við að reyna að fara í maí-júní ......Það verður gaman ef að því verður....
Við eigum bara eftir að finna okkur hótel en það skiptir svo sem engu máli hvar það er staðsett því ef það er eitthvað sem maður hefur lært af Amerískum bíómyndum þá er hægt að sjá Effelturninn úr hvaða glugga sem er í París....hehe...
Og já það er gott að eiga góða vini....og Magga nei það er ekki hægt að fara í minn stað.....
Ísak er að fara að leika í ávaxtakörfunni í kvöld og ætlum við að fara að horfa á frumburðinn stíga sín fyrstu skref í leiklistinni
þAÐ ER ALLTAF NÓG AÐ GERA Í SKÓLANUM OG ÖLLU HINU
RAGGA SEGIR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Landafræði...
23.3.2007 | 11:47
Hér er eitthvað fyrir þá sem eru slakir í landafræði....(ég fann þetta á netinu, ég er ekki svona klár í landafræði)
Landafræði kynjanna
Landfræði konunnar:
Þegar konan er á aldrinum 18-21 árs er hún eins og Afríka eða Ástralía.
Hún hefur verið uppgvötuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar náttúrulegri fegurð.
-Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvöxtur.
Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan.
Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróuð og er opin fyrir öllum viðskiptum
-Og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga.
Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn.
-Hún er heit og afslöppuð og þykir mikið til eigin fegurðar koma.
Þegar konan er á aldrinum 35-40 ára er hún eins og Frakkland eða Argentína.
-Hún gæti hafa farið illa út úr styrjöldum, en er samt nokkuð hlýr og eftrisóknarverður heimsóknarkostur.
Á aldrinum 40-50 er konan eins og Júgóslavía eða Írak.
Hún tapaði stríðinu og fær ekki frið fyrir mistökum sem hún gerði á árum áður.
-Nauðsynlegt er að ráðast í viðamikla endur uppbyggingu.
Á aldrinum 50-60 ára er konan eins og Rússland eða Kanada.
-Hún er mikil um sig, þögul og landamærin eru nánast óvarin, en hið kalda loftslag heldur fólki fjarri.
Þegar konan er á aldrinum 60-70 ára er hún eins og England eða Mongólía.
-Hún skartar stórkostlegri og sigursælli fortíð en engri framtíð.
Eftir sjötugsaldurinn verður konan eins og Albanía eða Afganistan.
-Allir vita hvar hún er en enginn vill fara þangað.
Landfræði karlsmannsins:
Þegar karlmaðurinn er á aldrinum 15-70 ára er hann eins og Zimbabwe
-Honum er stjórnað af drjóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er ég....
18.3.2007 | 11:32
Nafn: Ragna Fanney Gunnarsdóttir
Fæðingarár: 1977
Gælunafn: Ragga
Heimili: Ég á það...
Afmælisdagur: 10 ágúst, eins gott að byrja að safna fyrir 30 afmælisgjöfinni minni....hún á að vera flott...
Börn: Ísak Dagur 2000 árgerð og ein frekjudós að nafni Viktor Franklín árgerð 2004....
Vinna: Er í Háskóla en annars vinn ég 39% starf á deild 5 á the nursing house...hehe
Áhugamál: Áh ug am ál ....hvað er það....
Hjúskaparstaða: Harðgift
Draumastarf: Grafískur hönnuður
Matur: já takk....elska mat....
Augnlitur: grænn
Hárlitur: hmmmm....ég þarf að spyrja mömmu
Stjörnumerki:
Partýmanneskja? var það í þá gömlu góðu daga
Systkini: já 2
Bíll: subara legacy silfurlitaður
Kostur: kostur...má bara segja einn...hmmmm....ég veit ekki...já ég reyki ekki
Ókostur: það er ekki mitt að segja
Ósiðir: Engir sérstakir ósiðir
Uppáhalds Dýr: æiii....ég er engin dýramanneskja
Draumabíll: dökkblár rav4 eða Santa Fe dísel 7 manna
Skemmtistaður: Barinn
Drykkur á barnum: gosbjór...
Skyndibiti: mexíkanst
Drykkur: Vatn
Litur: kóngablár og rauður
Leikari: Nei ég er ekki leikari.....
Bíómynd: Koppafeiti ( Grease) , í djörfum dansi ( dirty dancing) og fögur kona ( pretty woman)( þýðing í boði RÚV )
Sjónvarpsþáttur: Friends, Desperate houswifes, Sex and the city,Lost og nýjasti Ugly Betty.
Hljómsveit: nei ég er ekki leikari og er ekki í hljómsveit heldur....
Hvort er betra Kók eða pepsi? Hvorugt
Sumar eða vetur? Sumar
Nótt eða dagur? Dagur....Ísak Dagur
Trúiru á
Guð? ekkert séstaklega en eitthvað er þarna úti og stjórnar öllu
Þróunarkenninguna? Ég hef trú á þróunarkenningu Darwins ( þessari með apana)
Stjörnuspár? Trúi ekki á þær en finnst gaman að lesa þær.
Töfra? Nei, þetta eru allt sjónhverfingar
Drauga? já því miður
Geimverur? Já
Líf eftir dauðann? Já, það er betra að trúa að eitthvað taki við af þessu lífi þegar maður fer
Ást við fyrstu sýn? já á nýfæddu barni...annars ekki...það er bara til hrifning við fyrstu sýn
Framhjáhöld? hvað er að trúa á....
Hefuru
Farið að gráta á almannafæri? já, ég er kona
Viljað líta öðruvísi út? Jáhá hver hefur ekki spáð í því
Logið? ó já
Talað upp úr svefni? Ég veit það ekki en ef ég hef gert það þá hefur það pottþétt verið eitthvað gáfulegt....
Svikið vin þinn? nei...
Verið ástfanginn? já, er það núna og hef verið það áður
Lent í ástarsorg? Já.
Valdið einhverri ástarsorg? Já
Nenni ekki að klára allan listann
Bless í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Blogg áskorun....
12.3.2007 | 21:45
Ég fékk blogg áskorun frá Möggu og átti ég að fjalla um hárvöxt kvenna.
Ég sat í dágóðan tíma og velti þessu fyrir mér og sauð svo saman þetta:
Ekki veit ég hvers vegna í fjandanum konur þurfa að fá öll þessi hár á víð og dreif um líkamann. Þetta hélt kannski hita á einhverjum hellisbúum hérna í denn en núna kommon, það býr ekki ein einast kona sem ég þekki í helli .Það þarf nú að fara endurskoða hönnun hinnar nútíma konu .Það eru sífellt að koma upp nýir sjúkdómar afhverju er ekki hægt að redda þessum hönnunargalla í hvelli. Það virðist í dag orðið nauðsynlegt að konur séu hárlausar allstaðar nema þá á toppi höfuðsins, þar eiga lokkarnir að vera þykkir og gljáfandi.Ég veit ekki hvaðan þessi krafa kemur en ég er nokkuð viss um að amma og hennar stöllur hafi látið sé duga að fara bara í lagningu og samt voru þær eftirsóttar af hinu kyninu. Reyndar á þeirra tímum voru hár fjarlægð í tonnavís en sú aðgerð fólst í ofplokkun augabrúna.
Allt í lagi maður verður nú samt að gera þetta allvega á meðan maður nær að lokka karlmanninn til sín og þangað til að hringurinn er kominn á fingurinn, en hvað á maður að gera???
Rakstur:Jú rakstur er fínn ..í svona 5 mín. Ef maður ætlar að viðhalda fína rakstrinum þá þarf maður helst að vera með rakvélina á lofti allan liðlangan daginn .annars á maður von á broddum ehf í massavís og ef maður er virkilega heppin, svona eins og yours truly þá fylgja iðulega nokkrar rauðar bólur í kjölfar brodda ehf , a.k.a inngróin hár í allri sinni dýrð .og þá gengur maður um eins og særður broddgöltur í svona 2 daga .
Háreyðingarkrem og froður ýmiskonar:Jú þessi krem skila manni oftast hárlausum fótleggjum en lyktin omg .Það fallir allir sem staddir eru í 1 km radíus frá baðherberginu í dá vegna klósettsteinsklórsviðbjóðs ilminum sem stígur upp þegar froðan er látin bíða á hárunum.Ég treysti sko ekki á að þessi lykt andskotans skaði mann ekki eitthvað, hafa verið gerðar langtímarannsóknir á þessu .ekki held ég það .Chernobyl gæti hafa verið eitthvað freaky snyrtistofuslys þar sem háreyðingarkrem kom við sögu
Vax:Vaxið er snilldaruppfinning og er eins og guðsgjöf til kvenna þar sem hann nennir ekki að uppfæra hönnunarbúnaðinn þá sendi hann okkur vax í staðinn. Já þetta virkar og er mjög fínt maður líður ekki útaf vegna ilmsins og þarf ekki að ganga um eins og særður broddgöltur en andskoti er það sárt að vaxa sig en þó missárt eftir því hvað svæði maður ætlar sé að ofbjóða .Það er í tísku að fara í brasilískt vax, já nei takk aldrei í lífinu nema þá kannski ef það væri gert í leiðinni þegar maður er kominn í fæðingu og mænudeyfingin er byrjuð að virka VEL .Kannki þyrfti að bæta þessu inn í nám fæðingarlækna, ljósmæðra og kvennsjúkd. lækna þ.e.as að þeir læra að vaxa allan pakkann á meðan fæðingu stendur .Ég læt mér duga að skafa hárin af með rakvél annað slagið til þess eins að halda í kallinn .nei grín mér finnst einfaldlega óþægilegt að vera með of mikið þessum blessuðu hárum. Og vax fer aðeins í nánd við mínar fagurmótuðu augabrúnir.
Ragga kveður eins og særður broddgöltur .Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sturtuferðir kynjanna....
12.3.2007 | 17:06
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.
Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.
Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.
Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.
Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.
Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.
Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.
Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.
Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki.
Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.
Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig.
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí".
Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".
Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.
Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).
Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)
Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".
Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gær.....
11.3.2007 | 09:37
Í gær:
*Fór ég í útför langafa míns.....
*Fór ég með Viktor Franklín upp á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma hann 8 spor í hökuna
og hann argaði eins og konungur frumskógarins allan tímann.....
ogégsvitnaðiekkertsmámaður......
Þetta var erfiður dagur.....En ef ekki kæmu svona dagar stundum þá myndum við ekki átta okkur á því hvað við höfum það gott þegar við upplifum "venjulega" daga. Það þarf ekki alltaf að vera gera eitthvað spennandi, bara að njóta þess sem við eigum
Ragga segir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fréttayfirlit....
9.3.2007 | 21:41
Í nótt svaf litli engillinn minn hann Viktor Franklín illa sem þýðir að ég svaf líka illa...
Sem þýðir það að akkúrat núna lít ég út eins og bjútí kvín ( Mín Þýðing )vegna fjölda fegurðarblunda í alla nótt....hehehe....eða þannig
Ég myndi frekar segja að ég liti út eins og dauðinn sjálfur en hitt hljómar betur....
Sorrý Magga mín með bloggið hér að neðan en ég hreinlega stóðst ekki freistinguna....
Ísak minn er að fara að leika í Ávaxtakörfunni í endann mars, hann á að vera Pera.....
Sem minnir mig á gamlan brandara sem var í algjöru uppáhaldi:
Það voru ávextir í partý og allt í einu varð svartamyrkur í partýinu, hvað gerðist......
Tattararam.....................................
Peran fór ...hahaha
Ég er að fara á Skagaströnd á morgun ef veðurdjöflarnir leyfa, nei ég meina veðurguðirnir,
það er auðvelt að ruglast þessa dagana þar sem skiptast á skin og skúrir eins og þeim sé borgað fyrir það að berjast um athygli .....Ws....
Það sem ber hæst í fréttum er það að eiginmaðurinn er alveg að fara að koma heim,,,,,,jú hú
Eigið góða helgi dúllurnar mínar
Ragga segir
P.s Magga hárið er komið í póst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæra Magga...
8.3.2007 | 18:34
Ég tékkaði á þessu fyrir neðan og viti menn hárið fylgir með
Ég tók mér það bessaleyfi og pantaði eitt eintak af krulluhárinu og röndótta fjarstýringahöfuðfatinu.....
Þess vegna tel ég að þetta tilboð hjá Mc donalds gæti hentað þér þar sem þú ert að fá þetta fína hár innan fárra daga
Það var ekkert að þakka Magga mín og njóttu vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný uppfinning....
3.3.2007 | 23:05
Fyrir aula eins og mig sem eru allatf að týna fjarstýringum....hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)